Réttur


Réttur - 01.01.1982, Síða 4

Réttur - 01.01.1982, Síða 4
Adda Bára Sigfúsdótlir mikilvæg störf með höndum og í Neskaup- stað fer Alþýðubandalagið með meirihluta- vald eins og jafnan áður. Margvíslegar framfarir hafa orðið í sveitarfélögunum á kjörtímabilinu. Upp- byggingu dagvistarstofnana fyrir börn og þjónustustofnana fyrir aldraða hefur víða skiðað vel áfram. Umhverfismálum hefur verið meiri gaumur gefinn en áður, og mörg bæjarfélög hafa fengið snyrtilegra yfirbragð vegna endurbóta í gatnagerð. Miklar hita- veituframkvæmdir hafa átt sér stað og á ýmsum stöðum hafa sveitarstjórnir unnið markvisst að því að treysta undirstöður at- vinnulífsins. Þessi árangur hefur náðst vegna þess að Alþýðubandalagið hefur haft rík áhrif bæði í sveitarstjórnum og í ríkisstjórn. Lýðræði — valddreyfing Alþýðubandalagið leggur áherslu á mikil- vægi sveitarfélaganna, sem grunneininga þjóðskipulagsins. Innan þessara grunnein- inga á hver einstaklingur að hafa tækifæri til að hafa áhrif á nánasta umhverfi sitt og geta fylgst vel með störfum kjörinna fulltrúa sinna. Flest sveitarfélög á íslandi eru það smá að fólk getur auðveldlega fylgst með því sem sveitarstjórn er að gera og komið sjónarmið- um sínum á framfæri við sveitarstjórnar- menn milliliðalítið. í Reykjavíkurborg sem er langstærsta sveitarfélagið í landinu er hinsvegar löngu orðið tímabært að gera íbúum einstakra hverfa færi á að hafa meiri áhrif á mál eigin hverfis en verið hefur. Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur oft fjallað um lýðræði og dreifingu valds í borg- inni, t.d. voru lagðar fram ýtarlegar tillögur um breytingar á stjórnkerfi borgarinnar vorið 1974 eftir miklar umræður um þau mál á vegum félagsins. Alþýðubandalagið hafði þá ekki afl til að koma hugmyndum sínum fram, og það hefur enn ekki afl til þess. Núverandi borgar- stjórn skipaði stjórnkerfisnefnd með fulltrú- um allra flokka eins og raunar hefur áður verið gert, en því miður hefur samkomulag ekki náðst meðal meirihlutamanna í borgar- stjórn um þær breytingar sem Alþýðubanda- lagið lagði til að gerðar verði. Tillögurn- ar hafa þann góða kost að vera auðfram- kvæmanlegar og gefa þeim íbúum borgar- innar, sem áhuga hafa formlega leið til beinna áhrifa allt tímabilið milli kosninga, en ekki einungis á kjördögum á fjögurra ára fresti. Tillagan fjallar um hverfanefndir og er á þessa leið: Eftir hverja borgarstjórnarkosningar 4

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.