Réttur


Réttur - 01.01.1982, Síða 23

Réttur - 01.01.1982, Síða 23
Úr ræðu Sigfúsar 16. maí 1951 (síðari hiuto ,,Ég lít aftur í tímann um hundrað ára bil. Lækurinn liðast frá tjörn til sjávar. Húsin, sem við stöndum við, eru ekki til. Grænt sefið grær á bökkum lækjarins. Menntaskól- inn gnæfir í allri sinni látlausu fegurð uppi í brekkunni, og litlu norðar stendur lágreist fangahús, stjórnarráð nútíma íslands. Neðan við Menntaskólann er lítil trébrú yfir læk- inn, skólabrúin, þar stendur her manns grár fyrir járnum. Uppi í litla salnum í norður- enda skólans sitja Islendingar á þingi, íslendingar, sem krefjast réttar síns úr hendi er- lendrar þjóðar. Þeim er stjórnað af erlendum sendimanni, Trampe greifa. Hann vill troða á þingsköpum, þingvenjum og lýðræði, og slítur fundi. Þá er það, að íslendingur- inn rís upp í öllum sínum mætti, með allar sínar erfðavenjur að baki, og segir: ,,Ég mót- mæli”. Og þjóðin gervöll tekur undir og segir: ,,Vér mótmælum. Vér mótmælum allir!” Þjóðinni var svo lýst á þessum tímum, að hún væri hnípin þjóð í vanda, í lág- reistum hreysum, fátæk og snauð. En um gervallar sveitir lifði íslenzk menning, íslenzk tunga, íslenzkur kjarkur og karlmennska, og íslendingurinn sagði: ,,Ég mótmæli. Vér mótmælum.” Síðan er liðin öld, rétt öld í sumar, öld mikilla atburða, mikilla framfara. íslenzka þjóðin hefur sótt skeiðið fram á við, örugg og markviss. Hún var að sækja rétt í hendur erlends valds. Hún var að mótmæla erlendri fjárkúgun og erlendri stjórnarfarskúgun. Og hún vann sinn mikla sigur 1918 og sinn lokasigur 1944. Hún varð frjáls af því að vér mótmæltum allir. Hún myndaði verkalýðsfélög, hún myndaði samvinnufélög til þess að efla kjör sín og auka menningu sína. Og í dag er hér ekki hnipin þjóð í vanda. í dag er hér rík þjóð, þjóð sem á nútímatæki 23

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.