Réttur


Réttur - 01.01.1982, Síða 24

Réttur - 01.01.1982, Síða 24
,,Eigi vikja'' til að sækja gæði lands og sjávar, þjóð sem er gáfuð og þjóð sem er menntuð. Og ég spyr ykkur — hvort þetta ofur- efli, sem íslenzk verkalýðshreyfing, ís- lenzk alþýða, íslendingar allir eiga að mæta í dag, sé meira því, sem íslendingar áttu að mæta á Skólabrúnni fyrir hundr- að árum. Og ég spyr: Erum vér, erum vér ættlerar sem ekki getum staðið í þeim sporum, sem þjóðin stóð í fyrir hundrað árum? Erum vér ekki tilbúnir að taka upp baráttuna og mótmæla? Taka upp baráttu allrar alþýðu, taka upp baráttu allrar þjóðarinnar gegn erlendu auðvaldi og kúgunarvaldi? Sá hinn mikli íslend- ingur, íslendingurinn sem mælti hin frægu orð, ,,Vér mótmælum”, hann rit- aði og á sinn skjöld: ,,Eigi víkja”. Eru þeir til meðal vor í dag, sem vilja víkja? Ég segi ykkur, að hver sá, sem víkur, hann svíkur. Hann er svikari við þjóð sína, menningu hennar, sjálfan sig. Allir, allir undantekningarlaust, eigum vér að mótmæla, mótmæla erlendri kúgun, mótmæla innlendum lögbrotum, mót- mæla því auðvaldi, sem býður alþýðu manna áþján, kúgun og hungur. Mót- mælum allir sem einn! Vér mótmælum allir!” 24

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.