Réttur


Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 27

Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 27
,,Að sjálfsögðu var ekki haft samráð við kommúnista.” (Fyrri hluti rœðu Sigfúsar 16. maí 1951) Tvö ár liðu frá svardögum ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins, marggefnum loforðum að innganga ís- lands í Atlantshafsbandalagið skyldi aldrei hafa í för með sér herstöðvar á friðartímum. Tvö ár — og þá var þingmönnum sömu flokka hóað saman í Reykjavík. An þess að þing væri kvatt saman gerði ríkisstjórnin ólöglega samninga við Bandaríkin um hernám íslands. Sósíalistaflokkurinn einn mót- mælti. Útifundur sem flokkurinn boðaði til í Reykjavík 16. maí varð einn fjölmennasti fundur sem haldinn hefur verið á íslandi, einhuga í mótmælum sínum gegn því sem gerzt liafði. Á fundinum töluðu Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson og Brynjólfur Bjarnason. Sigfús flutti ræðu sína blaðalaust, en hún var tekin á stálþráð. Er þetta fyrri hlutinn, síðari hlutinn prentaður áður á bls. 23—24. Háttvirtu fundarmenn! ,,Að sjálfsögðu var ekki haft samráð við kommúnista.” Þessi orð standa skrifuð á fyrstu síðu Morgunblaðsins þann 8. þ.m. Þar er frá því sagt, að erlendur her er í landið kominn. þar er frá því sagt, að ríkisstjórnin hafi þar um gert samning við Bandaríki Norður- Ameríku. Og þar er frá því sagt enn fremur, að þingmenn hinna svokölluðu borgara- flokka hafi setið á launfundum, og þeir hafi fallizt á gerðir ríkisstjórnarinnar. Og svo kemur hin látlausa setning: ,,Að sjálfsögðu var ekki haft samráð við kommúnista.” Þessi setning í öllu sínu látleysi segir okkur stórfellda sögu, sögu sem skylt er að nema og skilja. Og hver er sú saga? Það er upphaf þess máls, að vissulega mátti orða setninguna á aðra lund. Það mátti segja: Að sjálfsögðu var íslenzka þingræðið fótum troðið og raunverulega afnumið þegar hinn erlendi her kom í landið. Og þegar nú þess er gætt, að þeir flokkar þrír, sem að þessu standa, hafa talið og telja sig fyrst og fremst verði lýðræðis og þingræðis, þá hlýt- ur öllum að verða ljóst, að einhver mikil saga er að gerast, þegar því er lýst yfir skefjalaust og blátt áfram: Það var sjálfsagt að afnema og fótum troða lýðræðið og þingræðið í landinu. Því vissulega er hver sú gerð, sem þingmenn gera utan þings, einskis verð frá stjórnlagalegu sjónarmiði. Og vissulega var enginn sá aðili íslenzkur til, sem hafði rétt til að gera þann samning, sem gerður var, utan Alþingi íslendinga eitt, sitjandi á lögform- legum fundi. En hver er hin mikla saga, sem öllu þessu 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.