Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 40

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 40
GuAsteinn Þengilsson. barnadauði sé næstum horfinn — ungbarna- dauði átti verulegan þátt í að halda meðalaldri niðri — heldur eru elstu aldurs- flokkarnir miklu fjölmennari að hundraðs- tölu en þeir hafa verið áður. Sigur yfir sjúkdómum Það ber að fagna þeim sigrum sem hafa unnist í viðureigninni við marga þá sjúk- dóma, er hafa þjakað mannkynið öldum saman. Hér á íslandi tölum við með stolti um sigurinn yfir berklaveikinni, er vannst með svo miklum glæsibrag. Þótt stöku tilfelli finnist enn af berklum, þekkir fólk undir miðjum aldri ekkert til þeirrar skelf- ingar er greip menn, þegar berklar, ,,hvíti dauðinn”, var nefndur á nafn. Á árunum kringum síðustu aldamót var hann mestur ægivaldur allra sjúkdóma hér á landi. Nú er sullaveikin gersigruð, tekist hefur að vinna bug á bólusótt og lömunarveiki, barnaveiki, sem var etv. helsta orsök ungbarnadauðans áður fyrr, þekkist ekki lengur og dregið hefur verulega úr hættunni af flestum smit- sjúkdómum. Krabbameinið eitt má heita óheft svo og þeir sjúkdómar sem ntenn leggja sér til sjálfir vegna óskynsamlegra lifs- hátta eins og drykkjusýkin og ýmsir næring- arsjúkdómar. Sigrunum ber að fagna og menn lifa við góða heilsu til hærri aldurs en var fyrir einum mannsaldri. Fjölgun sjúkra, aldraðra Fjölgun í eldri árgöngum hefur óhjá- kvæmilega í för með sér að sjúkum, öldruð- um hefur fjölgað einnig. Fjölgunin hefur orðið svo ör síðustu 2 áratugina, að af henni hafa skapast veruleg vandamál. Kannske höfum við ekki áttað okkur nógu snemma á því hvernig fara mundi, en vissulega vorum við óviðbúin þessari fjölgun aldraðra og sjúkra, en mér er nær að halda að eitthvað svipað hafi átt sér stað á hinum Norðurlönd- unum. Áhersla hafði verið lögð á byggingu vistheimila fyrir aldrað fólk, sem hafði ferlivist og hefði getað verið lengur á eigin heimilum eða hjá vandamönnum, en ntinna séð fyrir því að aldraðir sem ekki gátu með neinu móti verið heima fengju aðhlynningu. Þó kom upp sjúkradeild við elliheimilið Grund og önnur við Hrafnistu, en þau önnuðu aðeins hluta af þörfinni. Breyling á þjóðfélagshátlum Aðra orsök að vandamálum sjúkra og aldraðra má nefna, en það er sú breyting, sem hefur orðið á samsetningu fjölskyldn- anna og ýmsum þjóðfélagsháttum síðustu áratugina. Stórfjölskyldan eins og við þekkj- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.