Réttur


Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 44

Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 44
ef hver fjölskylda í bænum gæfi sem svaraði hálfu strætisvagnafargjaldi á dag í tvö ár, væri bygging Hjúkrunarheimilis tryggð. Að þessu búnu var samið dreifingakerfi fyrir baukana og þeir bornir inn á eins mörg heim- ili og til náðist. Söfnunarbaukakerfið skilaði etv. ekki eins miklum arði og búist var við í upphafi. Það voru tiltölulega fáir einstaklingar, sem héldu því uppi sjálfkrafa. Það þurfti að leggja fram mikla vinnu til að halda þvi gangandi. En þessi aðferð var þó afarhappasæl og gaf arð með öðrum hætti en þeim, að í baukana söfnuðust óneitanlega beinharðir peningar. Þessi söfnun minnti stöðugt á byggingu Hjúkrunarheimilisins og með henni náðist beint samband við þorra bæjarbúa. Athygli þeirra hélst vakandi og brátt fór að berast fé með ýmsum hætti svo sem áheitum, minn- ingagjöfum og beinum framlögum. Minn- ingakortasala hefur farið sívaxandi síðustu mánuði. Stórgjafir hafa borist frá einstak- lingum, félögum og fyrirtækjum. Baukasöfnunin. Þátttaka skólaæskunnar Það var um mitt sumar 1979, sem fyrsta dreifing baukanna hófst. Það voru félagar úr þjónustusamtökum og klúbbum, sem höfðu það hlutverk með hendi að annast hana, og var verkinu skipt niður eftir hinu nýja dreifi- kerfi, sem var mjög nákvæmt og hefur síðan orðið til mikilla nota. Eins og að ofan greinir voru þó nokkrir annmarkar á því að bauk- arnir vildu skila sér almennt, þótt allstór hópur fólks kæmi reglulega og hefði skipti. En vitað var um þúsundir bauka, sem sátu fastir úti í bæ. Það var því ákveðið að safna saman miklum mannskap, ganga í hvert hús, smala saman þessum baukum og láta tóma í þeirra stað. Auglýsingum og fregnmiðum var beitt til að kynna þessa fyrirhuguðu að- gerð. Söfnunarfólki var yfirleitt mjög vel tekið, en ljóst var, að vinna við söfnunina var afar mikil. Ef vel ætti að vera, mættu söfnunarferðirnar ekki vera færri en þrjár á hverju ári. Þá kom fram sú hugmynd, að leita til skólanna í Kópavogi, aðallega Menntaskólans og fá liðveislu skólafólksins við söfnunina. Félagar úr þjónustuklúbbun- um komu í bifreiðum sínum og keyrðu hina léttfættari skólanema, sem síðan fóru í húsin og skiptu um bauka. Þetta gekk mjög vel og tóks að ,,sópa bæinn” á örfáum klukku- stundum. Hefur þessi aðferð verið viðhöfð einum þrisvar sinnum. Síðan hefur starfsfólk lánastofnana í Kópavogi lagt á sig mikla aukavinnu við að telja úr baukunum. Frá þessu er sagt sem dæmi um hve allir ungir og gamlir tóku höndum saman og hjálpuðust að við að gera það, sem mjög margir töldu óframkvæmanlegt í fyrstu. Það er enginn vafi á því, að án samstöðu alls almennings í Kópavogi hefði allt fallið um sjálft sig og aldrei reynst unnt að hefja verkið, hvað þá meira. Almenn samstaða og samhugur um málið Sá samhugur og sú samstaða, sem hefur náðst um þetta mál í Kópavogi mun vera mjög einstætt og eiga sér fáar hliðstæður, ekki aðeins hér á landi, heldur þótt víðar væri leitað. Fyrst má nefna að 9 félög og þjónustuklúbbar með mismunandi markmið á stefnuskrá náðu að vinna saman að einu máli. Annað eru undirtektir almenings, sem hefur brugðist afar vel við. Margir sem höfðu litla trú á starfsemi á þessum grund- velli í fyrstu, hafa nú skipt um skoðun og 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.