Réttur


Réttur - 01.01.1982, Síða 45

Réttur - 01.01.1982, Síða 45
gerst hinir traustustu liðsmenn. Almenningi liefur orðið það æ ljósara, að til þess að hafa þótt ekki sé nema lágmarkstryggingu fyrir að- hlynningu og hjúkrun í ellinni, gildir einung- is samstaða um að vera í tima búinn að koma upp stofnun, sem veitir þessa hjálp. Kjör ein- stæðra og sjúkra gamalmenna eins og þau eru nú, eru skýrasta dæmið um þessa nauð- syn. Ef ekkert slíkt er að gert, eru jafnvel peningar gagnslausir. Tiltölulega fáir auðmenn, sem hefðu áhuga og fyrirhyggju, gætu etv. komið sér upp einkahæli á skömm- um tíma, þótt hæpið yrði að manna það nema með miklum yfirborgunum. En fyrir almenning gilda aðeins samök allra og samvinna að einu marki. Þótt hver og einn leggi ekki fram stórupphæðir, safnast þegar saman kemur. Hver og einn okkar verður að gera ráð fyrir þeim möguleika að standa uppi einstæður og vinafár að lokum. Hvort sem við eigum eignir eða ekki, erum við illa sett ef við getum ekki fengið þá umönnun, sem við þörfnumst. Hið eina sem kemur okkur að gagni er að hefjast handa strax og koma fót- um undir nægilega margar og sterkar stofn- anir af því tagi, sent hér hefur verið rætt um, og eru ætlaðar almenningi og eignir veita ekki forgang. Stuðningur félaga og einstaklinga utan Kópavogs Ekki má gleyma því, að fjöldi félaga, sam- taka og einstaklinga utan Kópavogs hefur stutt byggingu Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi með myndarlegum gjöfum. Ánægjulegt er að geta bent á, að það var Starfsmannafélagið Sókn, sem fyrst félaga utan Kópavogs lagði verulega upphæð af mörkum til styrktar byggingar Hjúkrunar- heimilisins. Síðan hafa æ fleiri félög bæst í hópinn og yrði of langt mál að telja þau öll upp. En síðast er frá því að segja, að 12 full- trúar frá Sjúkraliðafélagi íslands komu fær- andi hendi á 15 ára afmæli félagsins og færðu Hjúkrunarheimilinu stórgjöf. Þannig mætti lengi telja, en mestan stuðn- ing teljum við okkur hafa fengið frá for- stjóra Elliheimilisins Grundar, Gísla Sigur- björnssyni. Hann hefur verið óþreytandi að hvetja okkur og styðja með ráðum og dáð, og þar að auki margsinnis lagt til stórgjafir. Þessa siðferðilega og fjárhagslega stuðnings hefur Hjúkrunarheimilið í Kópavogi notið allt frá því að farið var að hreyfa við málinu fyrst og hefur verið ómetanlegur. Ekki er auðvelt að segja hvernig farið hefði, ef hans hefði ekki notið við. Fullbyggt hjúkrunarheimili í sjónmáli. Fyrstu dvalargestum fagnað snemmsumars Innan skamms lýkur framkvæmdum við byggingu Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópa- vogi. Ef ekkert óvænt kemur fyrir, fögnum við nokkrum snemmsumarsdögum með því, að bjóða fyrstu dvalargesti velkomna. Saga þessarar byggingar er sagan af því, hvernig allt má takast, ef margir leggjast á eitt og keppa að einu og sama markmiði. Samhug- ur, skilningur og góður vilji er í rauninni allt sem þarf, annað kemur sjálfkrafa i kjölfarið. Þannig hefur manni virst það vera í sambandi við byggingu þessa hjúkrunar- heimilis. Margir hafa komið úr fjarlægum landsfjórðungum og verið að kynna sér, hvernig að þessum hlutum væri staðið hér. En okkur er ljóst að e.t.v. er vandasam- asta starfinu ólokið, að tryggja heimilinu ör- uggan rekstur. Á því veltur hvort það sem þegar hefur verið gert kemur að notum. 45

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.