Réttur


Réttur - 01.01.1982, Síða 53

Réttur - 01.01.1982, Síða 53
hlutfall lagaðist lítillega nú upp á síðkastið, en er þó aldeilis fáránlegt ennþá, svo sem vikið verður að síðar. En það stóriðjumál sem helst var deilt um á milli ráðherratíðar Magnúsar Kjartanssonar og Hjörleifs Guttormssonar var stofnun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem nú er á góðri leið með að verða baggi á íslenska ríkinu. Um það fyrirtæki má segja það sama og um álverið, að aðvaranir sósíal- ista hafa satt að segja reynst ógnvænlega réttar. Þegar stóriðjusinnarnir töluðu um að þeir væru að skjóta fleiri stoðum undir ís- lenskt efnahagslíf, reyndist það vera fúa- sprek eitt, sem engu fær haldið uppi, ekki einu sinni sjálfu sér. En nóg um það, og lít- um á súrálsmálið anno 1981. Hækkun í hafi opinberuö Það var skömmu fyrir jól 1980 að Hjör- leifur Guttormsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna. Þá gerði hann það opinbert að iðnaðarráðuneytið hefði gögn í höndum er bentu til þess að Alusuisse hefði hlunnfarið íslendinga í viðskiptum. Væri misræmi á milli ástralskra útflutnings- skýrslna og íslenskra innflutningsskýrslna upp á 47 milljónir dollara, frá 1974 til 1980, að báðum árum meðtöldum. Þessar tölur áttu að vera sambærilegar, þannig að hér var t.d. ekki um flutningskostnað að ræða. Súr- álið hækkaði einfaldlega á leiðinni, og fyrir vikið lekk þetta fyrirbæri heitið „hækkun í hafi”. Þessar upplýsingar voru m.a. árangur af ferð Inga R. Helgasonar til Ástralíu, þar sem honum tókst að fá uppgefnar þessar tölur hjá áströlsku hagstofunni, með nokkrum krókaleiðum þó. En tölurnar voru óum- deilanlega réttar opinberar tölur. Viðbrögðin voru ákaflega fróðleg hjá stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, enda stóðu þessir flokkar að álsamningnum á sínum tíma. Það var eins og ráðist væri á einkabarn þeirra. Þó voru þeir í vandræðum með að finna tilfinningum sín- um orð. Létu sér nægja að gagnrýna að iðn- aðarráðherra skyldi ekki fara með upplýsing- arnar um hina mjög vafasömu viðskipta- hætti Alusuisse sem leyndarmál. Og í ræðum var talað um „vindhögg” og fleira í þeim dúr. Alls staðar skein í gegn sú von að iðnað- arráðherra tækist ekki að finna orðum sínum stað, þannig að þeir gætu tekið hann á beinið að leikslokum. Viðbrögð forstjóra álversins komu engum á óvart. Hann sagði að sjálfsögðu að hér væri einungis á ferðinni „pólitísk aðför að fyrirtækinu”. Fjölþætt athugun Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir lágu var ákveðið að súrálsviðskiptin skyldu nánar könnuð. Skyldu þar teknar til athug- unar skýringar Alusuisse, og jafnframt leitað upplýsinga um verð í hliðstæðum viðskipt- um vítt og breitt. Rannsókn súrálsmálsins var falin hinu kunna breska endurskoðunarfyrirtæki Coopers & Lybrand, sem jafnframt hefur annast endurskoðun á reikningum ísals, þegar ríkisstjórnir hafa farið fram á það. Jafnframt fékk iðnaðarráðuneytið til ráðuneytis ýmsa sérfræðinga á heimsmæli- kvarða, með sérþekkingu á áliðnaði, en Coopers & Lybrand eru almennir endur- skoðendur, en ekki sérfræðingar í áliðnaði. Meðal sérfræðinganna má nefna Samuel Moment, sem var ráðgjafi Ástralíustjórnar í álsamningum við Alusuisse, en Alusuisse á 53

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.