Réttur


Réttur - 01.01.1982, Side 56

Réttur - 01.01.1982, Side 56
um „áframhaldandi og jafnt framboð” á súráli, þ.e. „langtímasamningi” samkvæmt bestu skilmálum og skilyrðum, sem fyrir hendi eru. Núverandi sölusamningur virðist krefja ísal um mun hærra verð fyrir súrálið en Alusuisse getur fengið það fyrir sam- kvæmt eigin langtíma kaupsamningi við Nabalco. Er því álit okkar að Alusuisse sé brotlegt gagnvart ísal varðandi skuldbind- ingar sínar samkvæmt málsgrein 2.03 (c) í aðstoðarsamningnum.” Hinir ensku lög- fræðingar taka hér undir að Alusuisse eigi að útvega súrál með bestu fáanlegum kjörum, sem geti verið mun betri en armslengdarverð. Það blasir því við að Alusuisse hefur látið ísal greiða allt of hátt verð fyrir súrálið, og ekki bara það. Hinn svissneski auðhringur hefur tekið prósentur af veltu ísal fyrir að okra á þeim. En ef við lítum aðeins á samspil aðalsamn- ingsins, sem segir að Alusuisse skuli útvega súrálið á armslengdarverði og aðstoðar- samningsins, sem segir til um að súrálið skuli útvega á bestu fáanlegum kjörum, þá hlýtur túlkunin að vera sú að súrálið skuli jafnan útvega á bestu fáanlegum kjörum, en þó aldrei verri kjörum en tíðkast í samskiptum óskyldra aðila. Ekki getur það talist ósann- gjarnt að miða við það verð sem Alusuisse greiðir í Ástralíu, sem bestu fáanleg kjör, ekki síst með tilliti til þess að samningar við Ástralíumenn kveða á um að þar skuli gilda armslengdarverð í viðskiptum. Með þetta í huga er ljóst að hið raunveru- lega yfirverð á súráli til ísal jafngildir hækk- uninni frá Ástralíu til Straumsvíkur, hinni svonefndu hækkun í hafi. Samkvæmt út- reikningum Coopers & Lybrand jafngildir þessi hækkun sem fyrr segir um 25 milljón- um dollara. Hinir bresku lögfræðingar eru mjög gagn- rýnir á samningstexa aðstoðarsamningsins, og telja eðlilegt að krafa verði gerð um að súrálssamningurinn verði endurskoðaður í heild, með tilliti til þess hve sterk staða móðurfyrirtækisins Alusuisse er. Þeir segja m.a. „Auk kröfunnar um að endurskrifa súrálssamninginn samkvæmt framansögðu væri samkvæmt enskum löguin hægt að krefjast vaxta af ofgreiddum upphæðum ísal samkvæmt gildandi súrálskaupsamningi. ísal gæti einnig krafist endurgreiðslu allrar þóknunarinnar sem greidd hefur verið Alu- suisse eða hluta hennar sem frekari skaða- bóta vegna vanefnda á skuldbindingum Alu- suisse samkvæmt aðstoðarsamningnum.” Rafskaut — annað eins Tvö meginaðföng í framleiðslu á áli eru súrál, sem er um 60% af aðföngum og raf- skaut (anóður) sem nema um 30% af að- föngum álvers. Meðan á athugun súrálsmáls- ins stóð beindust sjónir manna, fyrir tilstilli er- lendra sérfræðinga, einnig að viðskiptum Alusuisse og ísal með rafskaut. Og þegar farið var að skoða málið töldu sérfróðir menn á borð við Varsavsky að yfirverð sem Alu- suisse léti ísal greiða fyrir rafskautin gæti reynst álíka stór upphæð og yfirverðið á súr- álinu. Yfirleitt er framleiðslu á rafskautum þannig háttað, að reist er rafskautaverk- smiðja í námunda við álver. Þetta stafar m.a. af því að rafskaut eru dýr og viðkvæm í flutningi, og mun einfaldara og ódýrara að flytja aðeins hráefni á staðinn. Auk þess sem um 20% af hverju rafskauti er ónotaður þegar skipta þarf um. Ef rafskautaverk- smiðjan er ekki nálægt álverinu þarf að flytja um fimmtung rafskautsins fram og til baka um langan veg. 56

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.