Réttur


Réttur - 01.01.1982, Side 57

Réttur - 01.01.1982, Side 57
Skipt um rafskaut. Hagkvæmt væri art reisa verksmiðju sem framleiddi rafskautin. En það er ekki hugnanlegt álherr- unum. Allir stóru álhringarnir, nema Alusuisse, framleiða rafskautin við hlið álveranna. Alu- suisse eitt notar stóra verksmiðju í Rotter- dam til að framleiða rafskaut í álver sín vítt og breitt um heiminn. Álverið í Straumsvík notar um 40 þúsund tonn af rafskautum á ári. Fyrir vikið eru jafnan um 8—10 þúsund tonn af rafskautum á flandri til íslands frá Hollandi og aftur til baka, og því augljóst að það er ekki framleiðsluhagkvæmni sem ræð- ur ferðinni, heldur tilfærslur á fjármagni og hagnaði. Það er mikilvægt að hugað sé að raf- skautamálinu um leið og súrálsviðskiptin eru skoðuð. Eðlilegt er að huga að því að reisa rafskautaverksmiðju nálægt álverinu í Straumsvík. Slík verksmiðja gæti orðið ágætlega arðbær (í öllu falli ef hún selur raf- skautin á Alusuisse verði) og hún myndi veita um 60 manns atvinnu. Um það munar. Fordæmi Alusaf Það er fróðlegt í þessu sambandi að huga að fyrirtækjum sem lent hafa í svipaðri stöðu og ísal, bæði hvar varðar súrálsvið- skipti og rafskautakaup. Þar er fljótfundin hliðstæða. í Suður Afríku er rekin álbræðsla 57

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.