Réttur


Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 60

Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 60
um styrk að ræða heldur aðeins bætur fyrir það að Alusuisse lét ísal selja ál á undirboðs- verði í Bretlandi, til þess að Alusuisse gæti haldið markaðsstöðu sinni á breska mark- aðnum. Þetta kom fram i ræðu Meyers, stjórnarformanns Alusuisse, á aðalfundi Alu- suisse árið 1977, en þar sagði hann m.a.: „Sérstaklega í Englandi vorum við tilneyddir til að selja undir kostnaðarverði um alllangt skeið. Áttum við að halda áfram að taka á okkur töp i milljónatugatali eða áttum við að gefa breska markaðinn upp á bátinn? Við ákváðum að þrauka. Kostnaðurinn var bor- inn af dótturfyrirtækjum okkar á íslandi og í Noregi, en að lokum af Alusuisse í formi beinna fjárframlaga.” Enn sem komið er hefur Alusuisse ekki getað lagt fram svo mikið sem eina haldbæra röksemd í þá veru að viðskipti þess við ísal hafi verið með eðlilegum hætti. Og þegar við bætast grunsemdirnar um óeðlileg viðskipti með rafskaut, og grunur um að fjármagns- kostnaður ísal gagnvart öðrum fyrirtækjum innan Alusuisse samsteypunnar sé óeðlilega hár, þá verður ljóst að hinn svissneski auð- hringur hefur náð út úr álverinu í Straumsvík gífurlegum upphæðum á undanförnum ár- um. Að lokum má benda á hve langt hinir bresku endurskoðendur gengu í þvi að taka tillit til mótbára Alusuisse varðandi hækkun í hafi. Án þess að fá að sjá nokkur frumgögn tóku þeir tillit til skýringa, sem lækkuðu hækkun í hafi úr 47 milljónum í 25 milljónir dollara. Þar á meðal tóku þeir tillit til þess að íslenskum yfirvöldum höfðu jafnan verið gefnar ragnar upplýsingar um flutningsgjöld á súrálinu. Þannig að ef einhver getur kvart- að undan málsmeðferð hinna bresku endur- skoðenda, þá er það íslenska ríkið; allur vafi hefur verið látinn koma Alusuisse til góða. Trójuhestur íhaldsins Það er ekki ástæða til að hafa mörg orð um viðbrögð þeirra stjórnmálaflokka sem á sínum tíma stóðu að álsamningnum, íhalds og krata, þegar málið lá fyrir. En þar sýndi sig útlendingaótti og minnimáttarkennd af hinu sama tagi og kom i ljós hjá þessum flokkum í landhelgismálinu. Málflutningur Geirsarmsins í Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðsins var þannig að öllum mátti vera ljóst, að þar var á ferðinni málsvari Alusuisse gegn íslensku þjóðinni. Skal svo sem engan undra. Stjórnarformaður ísal er innsti koppur í búri í þeirri klíku stórbissness- manna sem heldur Geir Hallgrímssyni við völd í Sjálfstæðisflokknum. Um þá sam- tengingu sem er á milli helstu umboðsmanna erlendrar stóriðju, hermangs og valdakjarn- ans í Sjálfstæðisflokknum hefur margt verið skrifað, og ekki ástæða til að fara út í hér. Hitt er ástæða til að minna á, að ef Tróju- hestarnir í Sjálfstæðisflokknum fá tækifæri til, þá munu þeir gera allt sem þeir geta til að eyðileggja möguleika íslendinga til að fá fram einhverjar leiðréttingar í viðskiptum við Alusuisse. Eignumst álverið Þegar þetta er ritað hefur Alusuisse enn fengið frest á að hefja viðræður við fulltrúa íslenska ríksins um málið. Því er ekki vitað hvern veg umræður þróast. En kröfur ís- lendinga hljóta að verða mjög verulegar. í fyrsta lagi hlýtur að verða gerð krafa um breytta viðskiptahætti í viðskiptum ísal og Alusuisse, auk bóta vegna hækkunar í hafi. Þá er eðlilegt að viðskiptin með rafskaut verði tekin til endurskoðunar, þannig að að reist verði rafskautaverksmiðja á íslandi. I öðru lagi munu íslendingar gera veru-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.