Réttur


Réttur - 01.01.1982, Síða 61

Réttur - 01.01.1982, Síða 61
íslendingar þurfa að ná álverinu inn í íslenska lögsögu. legar kröfur um hækkun á raforku til ál- versins. í því máli er staðan sú, að álverið í Straumsvik fær um helming allrar raforku sem Landsvirkjun framleiðir, en þeir skila á móti ekki nema einum fjórða af tekjum Landsvirkjunar. Hinsvegar keyptu almenn- ingsveitur þriðjung af orku Landsvirkjunar, en sáu henni fyrir tveimur þriðju hlutum teknanna árið 1980. En þessi viðmiðun ein segir i sjálfu sér ekki mikið. Það sem taka þarf mið af eru raf- orkugreiðslur í öðrum löndum til svipaðra fyrirtækja. Þá blasir við að vart er finnanlegt álver sem ekki greiðir helmingi meira fyrir raforkuna en ísal gerir. Það telst vera hag- kvæmur rafmagnssamningur í Evrópu, þar sem raforkuverð er þrefalt hærra en hjá ísal. í Tennessee í Bandaríkjunum greiðir Alu- suisse sjálft um fimmfalt hærra orkuverð heldur en í Straumsvík. Það er því engan veginn ósanngjörn krafa að raforkuverð til álversins í Straumsvík verði þrefaldað. Það myndi hinsvegar gjörbreyta allri rekstrar- stöðu Landsvirkjunar. í stað tapreksturs, eins og árið 1980, væri hægt að reka hana á sléttu og að auki mætti lækka verð á raforku til almenningsveitna um heil 60%, og munar um minna fyrir almenning. En sú krafan sem mestu máli skiptir að gera á hendur Alusuisse er að íslendingar eignist álverið í áföngum, og það komist þar með inn í íslenska lögsögu, svo að ekki þurfi að stofna til alþjóðlegrar rannsóknar til að fá sjálfsagðar bókhaldslegar upplýsingar, og til að íslendingar nái undirtökunum í rekstri þessa fyrirtækis, sem rekið er á íslandi án þess að íslendingar fái þar miklu um ráðið. Fordæmi Alusaf í Suður Afríku sýnir okkur hve mikilvæg meirihlutaeign getur verið. Það er nauðsyn mikil að þjóðin geti sam- einast um þessar meginkröfur á hendur hin- um svissneska auðhring: að upp verði tekin eðlileg viðskipti með súrál og rafskaut, að raforkuverð hækki mjög verulega og að ís- lendingar eignist álverið í áföngum. Reynslan hefur sýnt okkur að allar viðvar- anir sósialista gagnvart innreið erlendrar stóriðju áttu við rök að styðjast. Nú ríður á að sósíalistar hafi forystu um að bæta úr þeim mistökum sem gerð voru í nafni stór- iðjudýrkunarinnar. Aðrir verða ekki til að leita réttar íslendinga. 61

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.