Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 63

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 63
Ronald Reagan vill fá meir. Og það er vitanlegt hverja nú skal eitra og afskræma: það eru Evrópubúar, sem eiga að verða fyrir barðinu á þessum stríðsbrjálaða kúrekaleik- ara, sem vill láta alla Evrópu verða geisla- virka, eitraða eyðimörk útdauðra þjóða, svo Bandaríkin geti drottnað ein í heiminum í krafti ógnunar með kjarnorkuvopn sín. Þessum ofstækisfullu erindrekum ,,hern- aðar- og stóriðjuklíkunnar” er best að gæta sín. Svona stórmennsku- og villimennskuæði hefur áður hefnt sín í sögunni. Mellon-samsteypan vex Fjórar voldugar auðfélaga-samsteypur hafa nú í áratugi ráðið meir en 60% alls efnahagslífs í Bandaríkjunum. Þær eru venjulega kenndar við upphafsmennina og ættir þeirra mynda innsta kjarnann. Þær eru þessar: Morgan, Rockefeller, Mellon og Du Ponl. í Mellon-samsteypunni eru m.a.: Alcoa, (þ.e. aluminíumhringurinn) Gulf Oil-félagið, Westinghouse, svo aðeins séu nefnd örfá risafyrirtæki, sem menn kannast helst við hér heima. Nú hefur Ronald Reagan fengið auðfélag- inu ,,Martin Marietta Corporation” í hendur framleiðslu meðaldrægra kjarna- flauga. Þetta félag er í samsteypu Mellon- hringsins. Það vantar ekki að þjónn ,,stóriðju- og hervalds-klíkunnar”, — sem Eisenhower forseti varaði þjóð sína við — auki vald þess- ara risahringa og geri þá í æ ríkara mæli að „kaupmönnum dauðans”. Bandarísk eiturblinda í Víetnam vex upp m.a. þriggja ára drengur, Bui Van Xuan. Krakkarnir hlæja stundum að honum, þegar hann dettur um eitthvað. Þau vita ekki hvernig ástatt er um hann. Hann er nefnilega fæddur augnalaus og má ekki rnæla. Faðir hans var einn af þeim þúsundum Víetnama, sem varð fyrir eitrun af bandaríska eitrinu „Agent Orange”, sem ameríski herinn sprautaði yfir skóga og gróðurlönd Vietnam í 5 ár samfleytt. Það grær ekkert lengur á þeim svæðum, en þvi ægilegar eitrast fólkið. Aðeins í einu 200 manna þorpi eru 30 menn lamaðir, 15 heyrnarlausir, 6 mállausir, 8 blindir og 12 vanskapaðir á ýmsan hátt. Einnig í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Suður-Kóreu fæðast æ fleiri van- sköpuð börn þeirra hermanna, er sprautuðu eitrinu. „Syndir feðranna koma niður á börn- unum.” Hefur Reagan forseti neyðst til þess að setja á stofn nefnd undir forsæti Richard Schweiker, heilbrigðisráðherra til að rannsaka málið — og er bótum heitið. En börn og fullorðnir í Víetnam mega þjást vegna glæpa Bandaríkjahers. Hann gerir ekkert fyrir þá ógæfusömu einstaklinga, sem níðingsverk hans bitnuðu á. — Áhugi Reagan-stjórnarinnar beinist að því einu að leika fleiri álíka grátt. Móðir Bui Van Xuan mcð son sinn. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.