Réttur


Réttur - 01.01.1982, Page 64

Réttur - 01.01.1982, Page 64
NEISTAR Um Reagan „Reagan er miðlungs leikari, sem leikur slæman forseta fram- úrskarandi vel.” Nathan Goldman, fyrrver- andi forseti heimsþings Gyöinga. (Eftir ,,Spiegel” 22.2. '82) * Smásaga „Það kviknaöi I bókasafni Ron- alds Reagans forseta í Hvita hús- inu og allar bækur forsetans brunnu. Báðar.” „Almáttugur. Hefur hann lesið þærallar?” „Nei, en hann er næstum búinn að eyða alveg tlu litblýöntum á að lita I fyrri bókina.” (Úr „Information") * Álit Bandaríkjahers „Iðnaður Bandarlkjanna þarfn- ast styrjaldar. Það veit Reagan, sem fyrst og fremst umgengst stóriðjuhölda. Hann mun gera sér far um aö takmarka strlðið við Evrópu.” * „Zeitmagasin", Hamborg, 13. nóv. 1981. Meir en 5% George Bush, varaforseti Banda- rlkjanna, átti nýlega viðtal við „Los Angeles Times”. Bush lýsti þvl yfir að I kjarn- orkustyrjöld gæti einn orðið sig- urvegari, ef eftirfarandi skilyrðum væri fullnægt: „Það verður að tryggja að yfir- herstjórnin lifi stríðið af og enn- fremur að viss iönaöartæki standi uppi eftir strlðiö. Ennfremur verð- ur að tryggja öruggt skýli fyrir vissa hlutfallstölu almennra borg- ara og ennfremur veröur að tryggja næg vopn til þess að geta valdiö mótaöilanum meira tjóni en hann geti valdiö okkur. — Þetta er ein- mitt sú leið, sem fara veröur til að vera sigurvegari i kjarnorkustyrj- öld.” Þá spurði „Los Angels Times”, hve há sú hIutfalIstala amerlskra borgara væri, er heföu möguleika á að lifa af. Svar Bush: „Meir en 5 af hundr- aöi." * Orö, sem ættu að búa i hjarta hvers íslendings (Sá mikli mælskumaöur og einlægi ættjarðarvinur, slra Sigurbjörn Einarsson, sagði m.a. eftirfarandi I ræðu á útifundi i Reykjavlk 31. mars 1946:) „Ég veit ekki, hverju okkur kann að vera heitiö gegn þvl að Ijá er- lendu stórveldi fangastaöar á landi voru. En ég veit hvað við missum, ef við gerum það. Við missum traust og virðingu allra þjóða, fyrst þeirrar manndóms- þjóðar, sem æskir Itaka I landi okkar, og sföan allra annarra. Viö missum allt tilkall til þess, að fyrr- verandi sambandsþjóð okkar og önnur Noröurlönd llti á okkur öðruvlsi en sem pólitlska skræl- ingja. Við missum sjálfstsraust og sjálfsviröingu. Við missum, slitum úr okkur þann hjartastreng, sem tengir okkur þrautum og sigrum, sárum og sælu, draumum og dáðum horf- inna, islenskra manna. Við missum Einar Þveræing, Árna Oddsson tárvotan I Kópavogi, missum Jón Sigurösson, því að við höfum svikiö þá alla. Við miss- um ilminn af gróanda 19. og 20. aldar. Við missum 17. júní 1944, því við umhverfum þvl, sem þá geröist, I skrum og skrlpaleik. Við missum nú þegar yfirleitt allt, sem verömætast er og með öllu óbætanlegt, en ávinnum I mesta lagi I staðinn það eitt, sem mölur og ryð eyöir og þjófar stela. Hverju við kynnum að ræna óborna islendinga, vitum við ekki. En þaó þarf ekki að minna okkur á, hver kostnaöur hlaust af þeim fríðindum, sem keypt voru fyrir réttindaafsal árið 1262. Sjálfan sig selur enginn nema með tapi, hvað sem liöur hagfræði þessara gróðatlma. Gömlu mennirnir köll- uöu það að versla viö fjandann að meta æru sína til peninga og leggja framtlð slna ævarandi i veð fyrir stundarávinningi, hvort sem það var gert af ótta eða ágirnd. og þeir höfðu þá trú, að sllk viöskipti horfðu til lltils ábata.” 64

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.