Réttur - 01.04.1976, Side 9
stéttin frekar tapar á svikunum fjárhagslega
(eins og öll þjóðin). Hvort munu þá frekar
einhver takmörk fyrir því hvað voldugasti og
harðsvírasti hluti burgeisastéttarinnar er
reiðubúin til að gera, þegar hann stórgræðir
á því?
Hemámið bejur í aldarfjórðung verið spill-
ingarvaldur í íslensku þjóðlífi. Hervöllurinn
á heiðinni er eiturkýli á íslenskum þjóðar-
líkama. Menn eru að byrja að sjá hvemig
eiturlyfin streyma út frá honum, en þora ekki
að stinga á graftarkýlinu. Bandarískar lifs-
venjur: eitursmygl og morð eru að síjast inn
í íslenskt þjóðfélag. Jafnvel sjálfur dóms-
málaráðherrann sér nú mafíur að verki í
stjórnmálalífinu í kringum sig. Verður næsta
þróunin frá þeim „vormönnum íslands'1 sem
völdu einkunnarorðin: „Islandi allt", — frá
mafíum til melludólga? „Fjallkonan" ambátt-
in, aðalatriðið að fá nógu mikið fyrir hana
— og til nógu langs tíma, svo ekki verði
aftur horfið: Ameríkaninn bað um 99 ár
1. október 1945 — og 1974 báðu 55 þúsund
Islendingar hann um að vera áfram.
1945 var það Sósíalistaflokkurinn, sem í
krafti þess að vera stórhuga og rismikill for-
ustuflokkur sigursæls verkalýðs og eini vaxt-
arbroddurinn í íslensku stjómmálalífi afstýrði
þeim voða, er gerbreytt hefði Islandi og ís-
lenskri sögu alla þessa öld og næstu.
Nú verður verkalýðshreyfing Islands að
vinna álíka afrek og sameina til þess alla þá
krafta, sem þjóðin á til.
STRAUMHVÖRF [
VERKLÝÐSHREYFINGUNNI
Verkalýður íslands varð að fórna a.m.k.
900 miljónum króna (ef aðeins er reiknað
með dagvinnukaupi), en raunverulega meir
en miljarði í tíu daga verkfalli í febrúar til
þess að ná aftur því, sem þá hafði tapast.
Síðan verður hann að horfa upp á mestallt,
sem ávannst, tekið af sér á ný.
Það var sem yfirstétt Islands vildi láta
alþýðu ganga undir einskonar landspróf í
stjórnmálafræðum með því að skipuleggja
dýrtíðarholskeflu þá, er yfir alþýðu dundi í
mars—apríl. Og alþýðan stóðst það próf
með prýði.
Viðbrögð verkalýðssamtakanna, stjómar
Alþýðusambandsins og alveg sérstaklega for-
seta þess, Björns Jónssonar, sýndu að héðan
af mun íslensk alþýða tvinna saman í stétta-
baráttu sinni hina faglegu og hina pólitísku
hlið hennar. (Sjá „Neista", sem fara hér á
eftir þessari grein. Lesendur „Réttar" þekkja
ennfremur viðbrögð verkalýðsforustunnar frá
hinu stórmerka hringborðssamtali í síðasta
hefti).
Alþýða Islands mun héðan af ekki láta sér
nægja að verjast með skjöld í vinstri hendi,
heldur sækja nú harðar á en fyrr með sóknar-
sverð stjórnmálanna í þeirri hægri. Það sýndi
hún með yfirlýsingunum 1. maí.
Forsenda þessarar stórsóknar, svo hún verði
sigursæl, er annarsvegar eining allra samtaka
launastéttanna, faglegra og pólitískra, — og
hinsvegar traust bandalag við þær stéttir eða
stéttahluta aðra, sem rök standa til að væru
verkalýðnum sammála um höfuðatlöguna að
verslunarauðvaldi og því óhófsbákni brasks-
ins, sem á herðum alþýðu hvílir. Er þar um
að ræða annarsvegar bændur, en hinsvegar
iðnrekendur og útvegsmenn, þ.e. þá hluta
borgarastéttarinnar sem hagsmuni hafa af al-
eflingu íslenskra framleiðslugreina og sjálf-
stæði þeirra, en gerðu sér jafnframt ljóst að
sú efling gerist ekki svo vel fari öðruvísi en
með heildarstjórn á íslenskum þjóðarbúskap
og þar með einnig utanríkisversluninni: þ.e.
með raunverulegri nýsköpun þjóðfélagsins á
Islandi.
Það er verkefni næstu missera að skapa
73