Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 40

Réttur - 01.04.1976, Page 40
Sigur alþýðubyltingar i Angólu „Því enginn má vita, hvað orðið er þá af auðsins og guðanna friði, er hundraðið fimmta er sigið i sjá og sól þess er runnin að viði.“ Þorsteinn Erlingsson: Vestmenn. Svo orti Þorsteinn í mars 1893 þá hundruðin fjögur voru liðin frá fundi Ameríku, — lét sig dreyma um að auð- valdsdrottnun á jörðinni yrði gengin sér til húðar áður en árið 1993 rinni upp. Það virð- ist sem spá hans nálgist það æ meir að ræt- ast, máske á þann máta, sem Isaac Deutscher giskaði á að Bandaríkin yrðu eina auðvalds- land heims um árið 2000.1’ I fyrra, vorið 1975, vinnur Vietnam „vonbjartasta sigur veraldarsögunnar"2’ á voldugasta herveldi heims, Bandaríkjunum, og nær frelsi sínu úr nýlendufjötrum eftir 30 ára frelsisstríð. Nú, vorið 1976, vinnur alþýðan í Angolu sigur í frelsisstríði sínu undir forustu Þjóðfrelsishreyfingar sinriar, M.P.L.A. Þar með er það land, sem forðum var ríkasta nýlenda í Afríku, komið undir stjórn alþýðunnar í Angolu sjálfrar með sigri yfir öllum útsendurum erlendu auðhringanna og harðstjórnarvalds Suður-Afríku. Angola leggur nú samkvæmt yfirlýsingu forseta síns og foringja Þjóðfrelsishreyfing- arinnar, A. Neto, inn á leið þjóðfélagslegra endurbóta og efnahagslegs lýðræðis. Þjóðin mun nú, frjáls af nýlenduokinu, stefna að því að afnema arðrán manns á manni, m. ö. orðum: fara leið sósíalismans með frjálst samfélag samhjálpar og sameignar að tak- marki. Angola-ríki hefur margar efnahags- legar forsendur til að geta farið þessa leið auðveldar en mörg önnur afríku-ríki sakir auðæfa sinna hvað hráefni snertir. Landið býr í ríkum mæli yfir olíu jafnt sem demönt- um og getur ræktað og framleitt í stórum stíl kaffi sem sísal, mais, bómull og sykur svo eitthvað sé talið, — enda lýsti Neto því yfir að landið yrði nú iðnvætt á grundvelli eigin h.ráefna og jafnvel sköpuð stóriðja, en landbúnaði yrði haldið áfram sem aðalgrund- velli atvinnulífs, þó stefnt sé fram til iðnaðar. 500 ára nýlendukúgun er nú lokið og hef- ur kostað ægilegar fórnir, ekki hvað síst síð- an skipulögð frelsisbarátta hófst fyrir 20 ár- um undir forustu MPLA. — Heimsvalda- 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.