Réttur


Réttur - 01.04.1976, Qupperneq 40

Réttur - 01.04.1976, Qupperneq 40
Sigur alþýðubyltingar i Angólu „Því enginn má vita, hvað orðið er þá af auðsins og guðanna friði, er hundraðið fimmta er sigið i sjá og sól þess er runnin að viði.“ Þorsteinn Erlingsson: Vestmenn. Svo orti Þorsteinn í mars 1893 þá hundruðin fjögur voru liðin frá fundi Ameríku, — lét sig dreyma um að auð- valdsdrottnun á jörðinni yrði gengin sér til húðar áður en árið 1993 rinni upp. Það virð- ist sem spá hans nálgist það æ meir að ræt- ast, máske á þann máta, sem Isaac Deutscher giskaði á að Bandaríkin yrðu eina auðvalds- land heims um árið 2000.1’ I fyrra, vorið 1975, vinnur Vietnam „vonbjartasta sigur veraldarsögunnar"2’ á voldugasta herveldi heims, Bandaríkjunum, og nær frelsi sínu úr nýlendufjötrum eftir 30 ára frelsisstríð. Nú, vorið 1976, vinnur alþýðan í Angolu sigur í frelsisstríði sínu undir forustu Þjóðfrelsishreyfingar sinriar, M.P.L.A. Þar með er það land, sem forðum var ríkasta nýlenda í Afríku, komið undir stjórn alþýðunnar í Angolu sjálfrar með sigri yfir öllum útsendurum erlendu auðhringanna og harðstjórnarvalds Suður-Afríku. Angola leggur nú samkvæmt yfirlýsingu forseta síns og foringja Þjóðfrelsishreyfing- arinnar, A. Neto, inn á leið þjóðfélagslegra endurbóta og efnahagslegs lýðræðis. Þjóðin mun nú, frjáls af nýlenduokinu, stefna að því að afnema arðrán manns á manni, m. ö. orðum: fara leið sósíalismans með frjálst samfélag samhjálpar og sameignar að tak- marki. Angola-ríki hefur margar efnahags- legar forsendur til að geta farið þessa leið auðveldar en mörg önnur afríku-ríki sakir auðæfa sinna hvað hráefni snertir. Landið býr í ríkum mæli yfir olíu jafnt sem demönt- um og getur ræktað og framleitt í stórum stíl kaffi sem sísal, mais, bómull og sykur svo eitthvað sé talið, — enda lýsti Neto því yfir að landið yrði nú iðnvætt á grundvelli eigin h.ráefna og jafnvel sköpuð stóriðja, en landbúnaði yrði haldið áfram sem aðalgrund- velli atvinnulífs, þó stefnt sé fram til iðnaðar. 500 ára nýlendukúgun er nú lokið og hef- ur kostað ægilegar fórnir, ekki hvað síst síð- an skipulögð frelsisbarátta hófst fyrir 20 ár- um undir forustu MPLA. — Heimsvalda- 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.