Réttur


Réttur - 01.08.1976, Síða 5

Réttur - 01.08.1976, Síða 5
bein afleiðing iaunahækkana. Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar mistókst vegna þess hve hörkulega Alþýðusambandið brást við. I samræmi við það sjónarmið, að barátta verkalýðshreyfingarinnar eigi ekki að vera bundin við þrönga kjarabaráttu, ákvað sam- bandsstjórn Alþýðusambandsins á s.l. hausti, að eitt helsta verkefni komandi Alþýðusam- bandsþings yrði gerð sérstakrar stefnuskrár. Slíkt pólitískt stefnuplagg hefur ekki verið til í Alþýðusambandinu síðan sundur skildi með því og Alþýðuflokknum. Drög að þess- ari stefnuyfirlýsingu eru nú til meðferðar í verkalýðsfélögunum. Þótt slík stefnuskrá verði vart fullkomin við fyrstu gerð getur hún samt sem áður haft gífurlega þýðingu. Það að vekja innan verkalýðsfélaganna um- ræðu um gerð þess þjóðfélags, sem við vilj- um skapa, og fjalla um leið um hvernig skuli beita afli verkalýðssamtakanna til að ná fram hinum þjóðfélagslegu markmiðum, get- ur bæði gefið verkalýðsfélögunum mikil- væga leiðsögn og vakið verkafólkið til fé- lagslegrar vitundar og virkari þátttöku í samtökum sínum. IV. Eitt megininntak þeirra stefnudraga, sem nú liggja fyrir er krafan um aukið lýðræði á öllum þjóðlífssviðum. í því sambandi er lögð hvað mest áhersla á aukin völd verka- fólksins í atvinnulífinu. Þeim auði sem mynd- ast í þjóðfélaginu af vinnu verkafólksins sé stjórnað og ráðstafað af því sjálfu, ýmist beint með áhrifavöldum í fyrirtækjum og á vinnustöðum, eða gegnum lýðræðislegar valdastofnanir þjóðfélagsins. Einmitt með hliðsjón af reynslu síðustu mánaða verður að koma í veg fyrir það of- urvald, sem eignastéttin hefur í krafti eignar á atvinnutækjunum og nánast einræðisstjórn- un á fyrirtækjum ýmist í eigu fólksins sjálfs eða reknum fyrir almannafé. Eignaskipulag- inu verður að breyta á þann veg, að eigna- rétmrinn hindri ekki nýtingu auðlinda né réttláta skiptingu auðsins í þjóðfélaginu. Það verður að koma í veg fyrir að peningaöflin geti í raun ráðið stjórnmálaflokkum og keypt foringja þeirra til fylgilags. Þótt verkalýðssamtökin sjálf marki sér stefnu, mega stjórnmálaflokkar verkalýðsins ekki leggja slíkt starf á hilluna. Þegar verka- lýðshreyfingin telur sér öðru fremur nauð- syn á pólitískum styrk, þá er auðvitað ætlun- in að sækja hann til þeirra flokka sem byggja á hugsjónum sósíalisma og þjóðfrelsis. Verkalýðssamtökin á Islandi, sem um stundarsakir verða að búa við íhaldsmenn í forystu ýmissa stærstu verkalýðsfélaga lands- ins, geta við slík skilyrði ekki orðið leiðandi í hugmyndafræðilegri umræðu sósíalismans á Islandi. V. í verkalýðsflokkunum fer nú einnig fram umræða og endurmat á stöðu flokkanna og starfi. Margir helstu liðsmenn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna telja með réttu að höfuðmarkmiði flokksins, sameiningu vinstri manna, verði betur þjónað með öðrum hætti en áframhaldandi starfsemi Samtakanna. Þessar vikurnar fer nú fram endanlegt upp- gjör málsins. Er líklegt að það fari á þann veg, að flokkurinn verði lagður niður á landsvísu, þótt einstaka flokksdeildir geti starfað áfram um smndarsakir. Fyrir liggur, að flestir fylgismenn Samtakanna munu þá ganga til liðs við Alþýðubandalagið eða Al- þýðuflokkinn. Alþýðuflokknum virðist ætla að ganga illa .141

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.