Réttur


Réttur - 01.08.1976, Side 19

Réttur - 01.08.1976, Side 19
félagi aðals og auðvalds sem og um hið að- dáunarverða hugrekki og fórnir kínversku byldngarmannanna. Chu-Te var fæddur, líklega 30. nóvember, 1886 í bláfátækri bændafjölskyldu. Foreldr- ar hans eignuðust 13 börn, en aðeins 6 drengir og tvær stúlkur lifðu, fimm síðustu börnunum var drekkt eftir fæðingu, því fjöl- skyldan var of fátæk til að fæða þau. Chu var fjórða barnið — og það fór svo að fjöl- skyldan tók síðar að þræla óskaplega til þess að geta leyft honum að læra að lesa. Svo fóru leikar að honum tókst að læra að verða íþróttakennari og síðar, er þjóðfrelsis- hreyfingin tók að breiðast út, ákvað hann að læra herstjórn, til þess að geta barist fyrir frelsi Kína. Hann varð um tíma herforingi í einum af þeim mörgu herjum, er þá voru í Kína, lærði líka ýmsa ósiði þeirra svo sem ópíumreykingar, en sýndi þá fádæma vilja- festu að yfirvinna þann löst. Er Chu frétti af stofnun kommúnistaflokks í Kína, vildi hann gerast félagi þar en var neitað. Mennta- menn þeir, er flokknum stjórnuðu trúðu ekki hershöfðingja fyrir því trúnaðarstarfi að vera félagi í Kommúnistaflokknum. Það var ekki fyrr en Chu-Te hafði brotist í því að fara úr landi alla leið til Berlínar að hann 1922 fékk inngöngu í kommúnista- flokkinn, vegna þess að Chou-En-lai skildi hann þegar og mat hæfileika hans réttilega. Var hann þá í hópi hundrað kínverskra stúd- enta við háskólann í Berlín. (Agnes Smedley var þá líka í Berlín, en þau kynntust ekki þá). Þegar Chu fór af landi brott 1922, skildi hann eftir konu sína og barn -—- og sá þau aldrei aftur, hershöfðingjar afmrhaldsins lém drepa bæði þrettán árum síðar. Síðar giftist Chu 25 ára gamalli konu, er var menntuð og byltingarsinnuð, Wu Jo-lan, — en síðar náðu hersveitir Sjang-Kai-Sheks henni, Agnes Smedley 1937 pynmðu hana, hálshjuggu og setm höfuð hennar á staur í aðalgöm Tschangschaborgar. Slíkt var persónulegt líf þessara byltingar- manna. Fjórða konan, er Chu giftist, Kang Ke-ching, lifir hann hinsvegar. (Konur í Kína halda nöfnum sínum þótt þær gangi í hjónaband, — eins og hér á Islandi). Frásögn Agnes Smedley dregur upp marg- ar myndir af hetjulegri barátm alþýðuhers- ins og kænni herstjórn Chu’s og félaga hans, sem eigi verða raktar hér. Chu Te, Chou-En-lai og Mao-Tse-tung og flokkur þeirra, Kommúnistaflokkurinn, reis á þriðja áramgnum upp gegn því gamla Kína argasta hungurs alþýðu og versm spill- 155

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.