Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 21

Réttur - 01.08.1976, Page 21
Obrotgj arn minnisvarði Lárusargjöf Björnssonar Lárus Björnsson txésmiður á Akureyri gaf í fyrra Alþýðubandalaginu á Akureyri hús sitt, tvílyft steinhús, Eiðsvallagötu 18, til að vera miðstöð fyrir starfsemi flokksins þar. Með þessari mikilfenglegu gjöf reisir Lárus sér og sósíalistum sinnar kynslóðar óbrot- gjarnan minnisvarða og leggur þeim sósíal- istum, er við slíkri gjöf taka ljúfar skyldur á herðar. Húsið er tvær hæðir, hver um sig 140 fermetrar að stærð, auk þess ris og lítill kjall- ari. Eru félagarnir á Akureyri smátt og smátt að útbúa herbergi niðri fyrir flokksstarfsemi, afgreiðslu blaðsins o. s. frv. og skreyta það herbergi, sem verður aðallega fundarsalur, til þess að sem vistlegast verði. Hafa félag- arnir sjálfir lagt fram alla vinnu við slíkt, ýmsir gefið muni til fegrunar. 157

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.