Réttur


Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 27

Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 27
inn íslenski átti fulltrúa á báðum hinum fyrr- nefndu samkomum, en neitaði að undirskrifa þær ályktanir, sem þar voru samþykktar ein- mitt vegna þeirrar „bannfæringar" sem þar var kveðin upp yfir kommúnistum Júgó- slavíu. Okkar tillaga var þá að öllum slík- um áfellisdómum væri sleppt. Astæðan til þess að svona er komið, — að umburðarlyndi og virðing fyrir skoðunum annarra tekur að vaxa í hreyfingu kommún- ista í Evrópu á kostnað þess ofstækis og kreddufestu rétttrúnaðar, sem svo oft ollu þeirri hreyfingu þungum búsifjum, — ástæð- an er fyrst og fremst sú að hinir sterku kommúnistaflokkar Vestur-Evrópu, þ.e. Italíu, Frakklands og Spánar komu nú fram sem voldugt afl, vaxandi vald, sem óhjá- kvæmilegt var fyrir aðra að taka fullt tillit til. Kosningasigurinn mikli í Italíu, sam- fylkingin volduga og breiða í Frakklandi og byrjandi hrun fasismans á Spáni boðuðu möguleika friðsamlegs sigurs sósíalisma í Vesmr-Evrópu í náinni framtíð. Slík vald- breyting krefst nýrra viðhorfa og baráttuað- ferða. Og það er mikil gæfa að forusta kommúnistaflokka Evrópu, einnig núver- andi valdaflokka, tekur að gera sér það ljóst. Það mun að vísu enn kosta átök að yfirvinna og uppræta þá einangrunarstefnu, sem Lenín deildi svo fast á 1921 í bók sinni „Vinstri rótttækni, bamasjúkdómar kommúnismans'', og Dimitroff 1935 brennimerkti sem „rót- gróinn löst" í hreyfingunni, — en mikil- vægustu kommúnistaflokkar Vestur-Evrópu hafa þegar sigrast á þeim lesti. Það er augljóst að auk þessara margnefndu flokka hefur breski og belgíski kommúnista- flokkurinn unnið bug á þeim sjúkdómum. Það er Ijóst að hið alþjóðlega samstarf kommúnistaflokka og annarra róttækra sósí- alistaflokka verður hér eftir með fjölbreyttari hætti en hingað til: ráðstefnur nokkurra flokka um einstök mál, heimsóknir flokka á milli o. s. frv., svo sem nú þegar hefur verið byrjað á í Vestur-Evrópu eins og um baráttu verkalýðsins gegn alþjóða-auðhringum o. fl. I þessu sambandi er það mjög til athugunar að hafa sambönd við fleiri en einn róttækan sósíalistaflokk þar sem svo vill til að komm- únistaflokkar eru klofnir, — eins og í Grikk- landi, — eða fleiri en einn flokkur vinstra megin við sósíaldemókrata, sem samstarf væri hugsanlegt við, svo sem í Danmörku, Noregi eða Hollandi. Má í því sambandi minnast þess að Alþjóðasamband kommún- ista, sem þótti þó oft „þröngt", hafði á sín- um tíma rúm fyrir flokka, er samúð höfðu með stefnu þess, þótt ekki vildu þeir ganga undir þess aga eða önnur skilyrði. Og auk þessa alls er svo sjálf samfylkingin við sósí- aldemókrataflokka um hagsmuna-, réttinda- og valdamál alþýðu þar sem slík stefna er framkvæmanleg. Fyrir okkur íslenska sósíalista er það sér- staklega mikilvægt að fylgjast vel með í þessari þróun. Alþjóðahyggja alþýðunnar, án einangrunarstefnu og rétttrúnaðar, er ein höfuðforsendan fyrir varanlegum sigri alþýð- unnar í auðvaldslöndum Evrópu, — einnig okkar hér. Því var Berlínarfundurinn, einnig fyrir okkur, stórt skref í rétta átt. 163
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.