Réttur


Réttur - 01.08.1976, Síða 28

Réttur - 01.08.1976, Síða 28
ÞAÐ ER TIL ÞRIÐJI VALKOSTURINN Ríkisstjórnir flestra auðvaldslandanna velja nú á milli verSbólgu og atvinnuleysis sem valkosta þeirra, er standi þeim til boða — og koma flestar á hjá sér allmiklu at- vinnuleysi, en draga úr verðbólgu. Auð- mannastéttunum, sem sjálfar eru ríkar að lausafé, finnst það betri kostur. Ríkisstjórn afturhaldsins á Islandi hefur yfirleitt haldið sér að verðbólgunni sem sín- um valkosti, fyrst og fremst vegna þess að það er svar hennar við sókn og vörn verka- lýðs í kaupgjaldsmálum, en einnig af því að yfirstéttin hefur allt að vinna en engu að tapa við verðbólgu: hún á lítt lausafjár, en því meiri fasteignir og lætur svo ríkið, sem á bankana, lána sér lausaféð og fella síðan í verði. Hinsvegar eru verðbólguleiðinni takmörk sett, svo sem rætt var í síðasta hefti „Réttar" sökum skuldasöfnunar erlendis og verslunar- halla. Og nú er að áliti bandarísku stórbank- anna komið að þeim takmörkunum: lokun hamslausrar verðbólguleiðar. Og ríkisstjórnin hyggst nú fara inn á hina leiðina: draga úr framkvæmdum, setja harðvítug höft á lána- starfsemi bankanna m. ö. orðum: fara inn á leið atvinnuleysisins, að svo miklu leyti sem 164 hún þorir af ótta við alþýðu. Mun ríkisstjórn- in vissulega tvístíga á þeirri leið, því hún verður eins og rnilli tveggja elda: annars- vegar sá harði húsbóndi: ameríska banka- valdið, sem heimtar „reglu á hlutunum", — hinsvegar íslensk alþýða, sem getur steypt ríkisstjórninni hvenær sem hún stendur öll saman faglega og pólitískt. Og vissulega verður mörgum orðið heitt í hamsi um það leyti sem ríkisstjórnin væri búin að draga svo úr framkvæmdum að atvinnuleysi væri orðið tilfinnanlegt og skipuleggja slíkt pen- ingaleysi meðal almennings að verslunar- jöfnuðurinn batnaði verulega þessvegna. En er til þriðja leiðin: önnur en sú að láta lánsfjárleysið setja höft á framkvæmdir og gera peningaleysið að skörnmmnarstjóra hjá almenningi? Sú leið er til: samning heildaráætlunar fyrir allan þjóðarbúskapinn og framkvæmd hennar samfara heíldarstjórn á utanríkis- versluninni. Það hefur mikið verið talað um áætlanir undanfarin ár: framkvæmdaáætlanir fyrir einstök kjördæmif!), heildaráætlanir fyrir einstakar greinar þjóðarbúskapar (t.d. vega- gerð o. s. frv.), en allar slíkar áætlanir verða J

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.