Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 31
HUGLEIÐINGAR VIÐ
DAUÐA MAO-TSE-TUNG
MAO-TSE-TUNG er látinn, andaðist 9.
september. Kommúnistaflokkur Kína
hefur misst alla þrjá mestu og bestu
leiðtoga sína á einu og sama ári: CHOU
EN-LAI, CHU TE og nú síðast þjóðar-
leiðtogann mikla, Mao formann.
I fyrsta sinn við lát eins mesta mikil-
mennis sósíalismans bregður svo við að for-
ustumenn borgarastéttarinnar víða um heim
viðurkenna mikilleik leiðtogans, þó komm-
únisti sé, láta ekki hatrið og óttann við
kommúnismann blinda sig, — máske hjálpar
núverandi utanríkispólitík kínverska ríkisins
þeim líka til að sjá og viðurkenna. Einn
slíkur leiðtogi, Peyrefitte, fyrrum mennta-
málaráðherra Frakka segir: „Sennilega hefur
engin persóna mankynssögunnar haft önnur
eins áhrif á þjóð sína og hann. Jafnvel Cæsar,
Alexander mikli og Napoleon komast þar
ekki í samjöfnuð við hann.”
En hvernig stendur á því að einmitt okkar
tvær aldir, hin 19. og 20„ fæða af sér mestu
mikilmenni sögunnar, þegar hlutlægt er
skoðað, menn eins og Marx og Engels, Lenín
og Mao?
Ástæðan er sú að verkefnin, sem nú
er mögulegt að vinna og eru unnin með
sigrum sósíalismans, valda mestri ger-
byltingu í lífi hverrar þjóðar og mann-
kynsins alls, skipta mestu sköpum í ver-
aldarsögunni allri hingað til — og lengi
frameftir. Þessi verkefni kalla á mestu
og bestu menn þjóðanna, verða til þess
að þeir — vaxa með verkefnunum, er
þeir glíma við að finna þá lausn, sem við
á í þeirra landi, á þeirra tíma, — móta og
þroska það samhuga mannval, hinn
marxistíska fjölda-flokk, er megni að
taka forustu fyrir alþýðunni, — og beita
í hverju landi, á hverjum tíma þeirri
stjórnlist og þeirri bardagaaðferð, sem
vekur og virkjar hinn vinnandi fjölda til
þeirrar baráttu, er að lokum leiðir til sig-
urs.
Hver er grundvöllurinn að þeim mikilleik
Mao formanns, sem jafnvel ofstækisfyllstu
andkommúnistar nú viðurkenna? Hvernig
gat það kraftaverk gerst að reisa 600 miljóna
hungrandi, fátæka og kúgaða bændaþjóð úr
niðurlægingu, er gerði hana að fótaþurrku
framandi auðvalds, upp í að verða þriðja
167