Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 32

Réttur - 01.08.1976, Page 32
áhrifamesta stórveldi heims, sem útrýmt hef- ur hungrinu hjá 800 miljóna þjóð sinni, fjórðungi mannkyns? Látum oss athuga skilyrðin fyrir því að þessi sigur vannst, — skilyrðin fyrir mikil- leik Maó formanns. 1. KOMMÚNISMINN Mao verður marxisti 19201’, öðlast sann- færingu um þá stefnu, sem ein saman gat leyst alþýðu landsins úr ófrelsi og örbirgð, og fær fyrsm hugmyndirnar um þá vísinda- aðferð er beita þurfi til að sigur geti unnist. Þessi sósíalisúska sannfæring hans er fyrsta skilyrði til þess að hann verði það, sem hann varð — og að sigursæl bylting geti orðið í Kína, (Hefði hann aldrei orðið marxisti hefði veröldin aldrei vitað um þann mikil- leik, sem í manni þessum bjó, á þann hátt, sem hún veit nú). Sama árið og Mao varð marxisti giftist hann Yang K’ai-hui, glæsilegri konu, er var stúdent við háskólann í Peking. Hjónaband þeirra var ástsælt, en 1930 var hún drepin af Ho Chien, einum af hershöfðingjaböðlun- um, — fórnirnar fyrir kommúnismann létu ekki á sér standa. 1 maí 1921 fór Mao til Shanghai og var einn af tólf fulltrúum á stofnþingi Komm- únistaflokks Kína í júli s.á. Um sama leyti var Kommúnistaflokkur Kína stofnaður í Frakklandi, stofnendur m.a. Chou-En-lai og Li Li-san, en litlu síðar og í Þýskalandi. Þar varð Chu Te meðlimur. Þar með var hafið að skipuleggja þá marxistísku forustusveit að lenínskri fyrirmynd, er leitt gæti baráttu al- þýðunnar, þegar það tækist að vekja hana af dvala. Það var ekki fjölmenn sveit, er hóf merkið, líklega 50 meðlimir, þeir voru orðnir 900 í ársbyrjun 1925, en eftir hina hörðu, fórnfreku baráttu á því ári (30. maí-hreyf- ingin) óx meðlimafjöldinn upp í 57.900 á árinu 1927. Fjöldaflokkur kommúnista, skil- yrði fyrir sigrmum, var að skapast, var að herðast í blóði og eldi baráttunnar. A 2. flokksþinginu, 1922, gekk flokkurinn í Alþjóðasamband kommúnista. Hin sigur- sæla bylting verkamanna og bænda í Rúss- landi undir forustu kommúnistaflokks Leníns var fordæmið mikla fyrir kínversku komm- únistana, fyrirheitið um að einnig í Kína gæti alþýðan sigrast á innlendum og erlend- um kúgurum. Sigur rússnesku kommúnist- anna í byltingu og fjögurra ára borgarastyrj- öld, er frelsaði nágrannaríki Kína undan kapítalismanum, var enn ein forsendan fyrir hugsanlegum sigri kínverskrar alþýðu, enda nádð samstarf við þá strax hafið af þjóðfrels- isleiðtoganum Sun-Yat-Sen. Sigur rússnesku alþýðunnar var hinsvegar unninn undir for- usm vel skipulagðs verkalýðs í aðalborgum hins gamla Rússlands, en þeim verkalýð tókst fyrir snjalla flokksstjórn að fá hina fátæku, kúguðu bændur, — yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar með sér. 2. BÆNDABYLTINGIN I Kína hafði frelsisbarátta kínverskra verkamanna verið kæfð í blóði í Shanghai, Kanton og öðrum stórborgum eftir svik Tsjang-Kai-seks 1927, er hann og Kuo-min- tang flokkur hans gekk á mála hjá erlenda auðvaldinu. Þá er það sem undrið mikla gerist: I fjölmörgum hémðum Suður-Kína leiða kommúnistískir leiðtogar og herforingjar: Mao, Chu-Te, Ho Lung o.fl. bændaalþýðuna til valda. A árunum 1928—34 eru mynduð þarna sovét-hémð, — 40—60 milj. manna Sovét-Kína eins og það þá var kallað. Hinn rauði her bænda og verkamanna, sem vernd- ar þessi hémð, verður að vísu að hopa hvað eftir annað undan fjómm stórsóknum fas- 168

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.