Réttur


Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 32

Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 32
áhrifamesta stórveldi heims, sem útrýmt hef- ur hungrinu hjá 800 miljóna þjóð sinni, fjórðungi mannkyns? Látum oss athuga skilyrðin fyrir því að þessi sigur vannst, — skilyrðin fyrir mikil- leik Maó formanns. 1. KOMMÚNISMINN Mao verður marxisti 19201’, öðlast sann- færingu um þá stefnu, sem ein saman gat leyst alþýðu landsins úr ófrelsi og örbirgð, og fær fyrsm hugmyndirnar um þá vísinda- aðferð er beita þurfi til að sigur geti unnist. Þessi sósíalisúska sannfæring hans er fyrsta skilyrði til þess að hann verði það, sem hann varð — og að sigursæl bylting geti orðið í Kína, (Hefði hann aldrei orðið marxisti hefði veröldin aldrei vitað um þann mikil- leik, sem í manni þessum bjó, á þann hátt, sem hún veit nú). Sama árið og Mao varð marxisti giftist hann Yang K’ai-hui, glæsilegri konu, er var stúdent við háskólann í Peking. Hjónaband þeirra var ástsælt, en 1930 var hún drepin af Ho Chien, einum af hershöfðingjaböðlun- um, — fórnirnar fyrir kommúnismann létu ekki á sér standa. 1 maí 1921 fór Mao til Shanghai og var einn af tólf fulltrúum á stofnþingi Komm- únistaflokks Kína í júli s.á. Um sama leyti var Kommúnistaflokkur Kína stofnaður í Frakklandi, stofnendur m.a. Chou-En-lai og Li Li-san, en litlu síðar og í Þýskalandi. Þar varð Chu Te meðlimur. Þar með var hafið að skipuleggja þá marxistísku forustusveit að lenínskri fyrirmynd, er leitt gæti baráttu al- þýðunnar, þegar það tækist að vekja hana af dvala. Það var ekki fjölmenn sveit, er hóf merkið, líklega 50 meðlimir, þeir voru orðnir 900 í ársbyrjun 1925, en eftir hina hörðu, fórnfreku baráttu á því ári (30. maí-hreyf- ingin) óx meðlimafjöldinn upp í 57.900 á árinu 1927. Fjöldaflokkur kommúnista, skil- yrði fyrir sigrmum, var að skapast, var að herðast í blóði og eldi baráttunnar. A 2. flokksþinginu, 1922, gekk flokkurinn í Alþjóðasamband kommúnista. Hin sigur- sæla bylting verkamanna og bænda í Rúss- landi undir forustu kommúnistaflokks Leníns var fordæmið mikla fyrir kínversku komm- únistana, fyrirheitið um að einnig í Kína gæti alþýðan sigrast á innlendum og erlend- um kúgurum. Sigur rússnesku kommúnist- anna í byltingu og fjögurra ára borgarastyrj- öld, er frelsaði nágrannaríki Kína undan kapítalismanum, var enn ein forsendan fyrir hugsanlegum sigri kínverskrar alþýðu, enda nádð samstarf við þá strax hafið af þjóðfrels- isleiðtoganum Sun-Yat-Sen. Sigur rússnesku alþýðunnar var hinsvegar unninn undir for- usm vel skipulagðs verkalýðs í aðalborgum hins gamla Rússlands, en þeim verkalýð tókst fyrir snjalla flokksstjórn að fá hina fátæku, kúguðu bændur, — yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar með sér. 2. BÆNDABYLTINGIN I Kína hafði frelsisbarátta kínverskra verkamanna verið kæfð í blóði í Shanghai, Kanton og öðrum stórborgum eftir svik Tsjang-Kai-seks 1927, er hann og Kuo-min- tang flokkur hans gekk á mála hjá erlenda auðvaldinu. Þá er það sem undrið mikla gerist: I fjölmörgum hémðum Suður-Kína leiða kommúnistískir leiðtogar og herforingjar: Mao, Chu-Te, Ho Lung o.fl. bændaalþýðuna til valda. A árunum 1928—34 eru mynduð þarna sovét-hémð, — 40—60 milj. manna Sovét-Kína eins og það þá var kallað. Hinn rauði her bænda og verkamanna, sem vernd- ar þessi hémð, verður að vísu að hopa hvað eftir annað undan fjómm stórsóknum fas- 168
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.