Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 47

Réttur - 01.08.1976, Page 47
Viðamesta vísindastofnun marxismans Utarlega i Moskvuborg rís hús eitt mikið, höll mundum við næstum þvi kalla það. Þar er rekið hið víðfeðmasta starf í grundvallarfræðum marxismans, alveg sérstak- lega söfnun handrita í marxistiskum fræðum og útgáfustarfsemi á ritum þeirra Marx, Engels og Leníns. Þetta er „stofnun marxismans — lenínismans." Nú er hafin þar fullkomnasta útgáfa á öllu því, sem þeir Marx og Engels hafa ritað, eftir að áður hafa komið út heildarrit þeirra í rúmum 40 bindum. Verður þessi nýja útgáfu, sem gengur undir nafninu MEGA (Marx-Engels Gesamtausgabe), alls 100 bindi, koma út fjögur á ári, svo henni verður lokið um næstu aldamót. Verða ritin hvert á þvi máli er þau voru skrifuð og skiptist útgáfan i fjórar deildir. 183

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.