Réttur


Réttur - 01.08.1976, Síða 50

Réttur - 01.08.1976, Síða 50
Því varð Rjazanov fyrir barðinu á hefnigirni hans, hrakinn frá Marx-Engels-stofnuninni 1931 og mun hafa dáið 1938. Þegar „Rétrnr" kom fyrst út sem málgagn okkar marxista, var sagt frá Marx-Engels- stofnuninni og Rjazanov, (bls. 78—79 í 11. árg.). Eg hafði skrifað Rjazanov og sent safn- inu eintak af „Kommúnistaávarpinu" á ís- lensku, því þeir safna þar öllum þýðingum á rimm Marx og Engels. Stóð ég í nokkrum bréfaskriftum við hann og vonaðist eftir að hitta hann 1928, er ég kom í fyrsta sinn til Moskvu og heimsótti „Marx-Engels-stofnun- ina" í gömlu höllinni, — sem nú er Marx- Engels-safn. En Rjazanov var þá í Berlín sem oftar, svo við sáumst aldrei. II. SKIPULAG OG STARFSEMi STOFNUNAR MARXISMANS - LENÍNISMANS Síðastliðið sumar, í byrjun júlí, átti ég langt og mikið viðtal við Alexander A. Solo- viev, sem er aðstoðarforstjóri „stofnunar Marxismans-Leninismans" og forstjóri skjala- safns stofnunarinnar. En stofnun þessi er til orðin 1933 við sameiningu Marx-Engels- stofnunarinnar og Lenín-stofnunar, sem grundvölluð var 1923, og stofnunar, sem helguð var byltingunni og sögu hennar. Stofnunin starfar í sjö deildum og eru verkefni hverrar um sig þessi: I. Hin fyrsta sér um útgáfu á ritum Marx og Engels og svo Leníns. Eru margar útgáf- ur komnar út af hvorum heildarritum fyrir sig áður en ráðist er nú í 100 binda MEGA- útgáfuna er fyrr gemr. Munu tvær útgáfur áður vera komnar af ritum Marx og Engels, en fimmta útgáfan af ritum Leníns er nú brátt öll komin, 60 bindi alls með um 500 skjölum, sem ekki hafa áður birtst. — Þá sér og þessi deild um útgáfu á ævisögum Marx, Engels og Leníns, vandaðar útgáfur með fjölda mynda. Ennfremur er verið að gefa út sérstaka „kroniku" um líf Leníns, þar sem reynt er að rekja starf hans hvern dag, kom 6. bindi þessarar ævi-kroniku út í fyrra af 12 fyrirhuguðum. (Slíkar ævi- kronikur hafa verið gerðar um Púschkin og Leo Tolstoy áður). II. Onnur deild annast heimildaútgáfu á sögu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, fund- argerðir flokksþinga, ákvarðanir á ráðstefn- um og fullskipuðum fundum miðstjórnar. Ennfremur er þar safnað gögnum um þessa sögu: myndum, kvikmyndum, — ekki hvað síst um líf Leníns. Eru til filmur, 874 metrar, með myndurn af Lenín, mest tekið af út- lendum félögum. Saga Kommúnistaflokksins kemur út á vegum þessarar deildar og eru 6 bindi komin út, sum í tveim hlutum. III. Þriðja deildin er smærri en hinar og hefur sérstaklega með alla rannsókn á skipu- lagsmálum að gera, svo og hugmyndum og framkvæmd á hlutverki flokks, starfsaðferð- um, lögum og slíku. IV. Fjórða deildin er tiltölulega ný, 6 ára. Þar er fjallað um vissa þætti þjóðfélagsþró- unar, einkum þessa þrjá: 1. Rannsókn á hinu sósíalistíska þjóðfélagi Sovétríkjanna og vandamálum þess. 2. Þjóðernislegu vanda- málin í Sovétríkjunum og innihald og ein- kenni hinna ýmsu þjóðmenninga. — 3. Byltingarþróunina í heiminum, séreinkenni hinna sósíalisku byltinga, einkennin á bylt- ingaröflunum, frelsisbaráttu verklýðsstéttar- innar og þjóðfrelsisbaráttu undirokaðra þjóða, alþjóðlegt kerfi sósíalismans o. s. frv. Hefur þessi deild gefið út 5—6 bækur um þessi efni eftir erlenda og innlenda höfunda. V. Fimmta deildin fjallar um sögu hinnar kommúnistísku hreyfingar, einkum sögu Al- 186

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.