Réttur


Réttur - 01.08.1976, Side 51

Réttur - 01.08.1976, Side 51
þjóðasambands kommúnista. Hefur hún gef- ið út bækur um einstök heimsþing, fyrst og fremst 2., 3., 4. og hið 7., bók um Dimitroff o. fl. VI. Sjötta deildin er helguð samræmingu í rannsóknunum og hefur „útibu' í hverju af hinum 16 lýðveldum Sovétríkjanna. SKJALASAFN STOFNUNARiNNAR Sjöunda deildin er hinsvegar skjalasafn það, sem Soloviev er forstjóri fyrir og enn- fremur heyrir undir hana bókasafn stofnun- arinnar og safnið í gömlu Dolguruki-höllinni. I bókasafninu eru 2 miljónir bóka, en ein miljón tímarita og blaða — og er það í sér- stöku húsi. En skjalasafnið sjálft er í sér- stöku sögulegu húsi við Gorki-götuna. Við þessa deild starfa 450 vísindastarfs- menn, eru 50 þeirra doktorar og prófessorar, en 350 aðrir háskólaborgarar. Sérstakt vís- indaráð ræðir hin vísindalegu vandamál í sambandi við starfið. Alþjóðleg sambönd stofnunarinnar eru mjög víðtæk. A síðusm 5 árum komu um 100 sendinefndir í heim- sókn til safnsins, en 238 vísindamenn frá hinum ýmsu löndum komu þangað til starfa eða funda í lengri eða skemmri tíma. Sér- staklega er náið samstarf við hið mikla safn, er Alþjóðasamtök sósíaldemókrata stjórna í Amsterdam, en þar er margt af frumritum þeirra Marx og Engels. Skjalasafnið er aðallega í fimm deildum. I fyrstu deildinni eru skjöl, er snerta Marx og Engels og verklýðshreyfinguna í Evrópu einkum á 19. öld. Ennfremur eru þar mörg frumskjöl varðandi frönsku byltinguna og hugvitssósíalistana: Fouriér, Cabet, Enfanthn, Babeuf o. fl. Einnig hefur þarna verið komið upp sérstakri undirdeild varðandi líf og starf Dimitroffs. Skjalasafnið í Gorkígötu. í annarri deild eru skjöl varðandi Lenín, fjölskyldu hans, fyrstu sovétstjórnina o. fl. I þriðju deild eru skjöl varðandi sögu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. 1 fjórðu deildinni er skjalasafn Alþjóða- sambands kommúnista, ennfremur skjöl Rauða alþjóðaverkamannasambandsins, Al- þjóðasambands ungra kommúnista, Bænda- sambandsins og Rauðu hjálparinnar. Megnið af þessum skjölum bjargaðist á stríðsárunum, var flutt í járnbrautarlestum inn í Mið-Asíu, en eitthvað af þeim glataðist er lestirnar urðu fyrir sprengjum. I þessari deild eru m.a. bréfaskipti Kommúnistaflokks Islands og svipaðra samtaka við Alþjóðasamband kommúnista. I fimmm deildinni em ljósmyndir og kvik- 187

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.