Réttur


Réttur - 01.08.1976, Side 60

Réttur - 01.08.1976, Side 60
Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna: Le- onid Iljitsch Breshnew, aðalritari miðstjórnar. Kommúnistaflokkur Spánar: Santiago Carillo, aðalritari flokksins. Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu: Gust- av Husak, aðalritari miðstjórnar. Kommúnistaflokkur Tyrklands: I. Bílen, aðalritari miðstjórnar. Sósíalistiski Verkamannaflokkurinn ung- verski: János Kádár, aðalritari miðstjórnar. Sósíalistíski einingarflokkurinn í Vestur- Berlín: Erich Ziegler, varaformaður flokks- ins. Framfaraflokkur alþýðunnar á Kyprus (AKEL): Christos Petas, meðlimur fram- kvæmdanefndar. Gestgjafinn á ráðstefnunni var: hinn sósí- alistíski Einingarflokkur Þýskalands og setti Erich Honecker, aðalritari miðstjórnar, ráð- stefnuna (Sjá nánar um ráðstefnuna í sér- stakri grein í þessu hefti). IRAN Keisarinn í Iran, hinn olíuríki einvaldur hinnar fornu Persíu, reynir oft með glæsi- legum hátíðum að telja umheiminum trú um að ríki hans sé allt annað en það er. Alþýða ríkisins býr við örgustu fátækt og kúgun, en sjálfur er hann blóð-keisari sem á heimsmet í aftökum pólitískra andstæð- inga. Þessi harðstjóri lét myrða 100 andstæðinga bara á þessu ári, en hefur síðan 1970 látið taka 300 pólitíska andstæðinga sína af lífi. Sérstaklega grimmileg er ofsókn hans gegn rithöfundum og skáldum: Dr. Saedi, vinsælasta leikritaskáldið, var dæmt til 13 ára fangelsisvistar, síðan pýndur til að gefa yfirlýsingu um „iðrun" og er síðan í stofufangelsi. Ali Akbar Darwischian, rithöfundur, var í ár dæmdur í 11 ára fangelsi. Sakargift ó- kunn. Mohsen Jalfani leikritasmiður, var í ár dæmdur í 5 ára fangelsi. Sakargift ókunn. Nasser Rahmani-Nejad, leikari og leik- stjóri, hefur verið í fangelsi síðan í febrúar 1975, var nú dæmdur í 11 ára fangelsi. Akæran: Ætlaði að „setja upp" „Sníkjudýr- in" eftir Maxim Gorki, átti að taka þátt í alþjóðlegri leikritasýningu í Nancy 1975, en var áður handtekinn ásamt öllum leikurun- um og aðstoðarmönnum. Meðal þeirra voru þessi skáld og rithöfundar: Said Soltanpour, Aslan Aslanian og Mahmoud Dalatabadi — og voru þeir dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi. Þannig mætti lengi telja. Eigi menn vissar bækur eftir Sartre, Bert- rand Russel, Albert Camus, Maxim Gorki eða Georg Lukács, lætur leynilögreglan SAVAK viðkomandi hverfa og tínast í fang- elsunum. / I samræmi við þessa menningarfjandsemi er það að 41% fjárlaganna fer í herkostnað, en til stuðnings þeim, sem skapa „menningu og list" fara 0,3% fjárveitinganna, t.d. eru það alls 12 leiksvið, sem standa 34 miljónum íbúa Iran til boða. Það var vegna þessarar harðstjórnar að Arthur Miller neitaði að taka þátt í háðíða- höldunum 1970 og að bandaríski leikhóp- urinn „Bread and Poppet" fór frá hátíðinni og lék leik sinn fyrir framan fangelsishlið í Schiraz. MAURICE DOBB Þann 17. ágúst sl. andaðist í Cambridge einn besti marxistiski hagfræðingur okkar tíma: Maurice Dobb. Maurice Dobb var fæddur árið 1900, nam hagfræði í Cambridge og varð að lokum 196

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.