Réttur


Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 60

Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 60
Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna: Le- onid Iljitsch Breshnew, aðalritari miðstjórnar. Kommúnistaflokkur Spánar: Santiago Carillo, aðalritari flokksins. Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu: Gust- av Husak, aðalritari miðstjórnar. Kommúnistaflokkur Tyrklands: I. Bílen, aðalritari miðstjórnar. Sósíalistiski Verkamannaflokkurinn ung- verski: János Kádár, aðalritari miðstjórnar. Sósíalistíski einingarflokkurinn í Vestur- Berlín: Erich Ziegler, varaformaður flokks- ins. Framfaraflokkur alþýðunnar á Kyprus (AKEL): Christos Petas, meðlimur fram- kvæmdanefndar. Gestgjafinn á ráðstefnunni var: hinn sósí- alistíski Einingarflokkur Þýskalands og setti Erich Honecker, aðalritari miðstjórnar, ráð- stefnuna (Sjá nánar um ráðstefnuna í sér- stakri grein í þessu hefti). IRAN Keisarinn í Iran, hinn olíuríki einvaldur hinnar fornu Persíu, reynir oft með glæsi- legum hátíðum að telja umheiminum trú um að ríki hans sé allt annað en það er. Alþýða ríkisins býr við örgustu fátækt og kúgun, en sjálfur er hann blóð-keisari sem á heimsmet í aftökum pólitískra andstæð- inga. Þessi harðstjóri lét myrða 100 andstæðinga bara á þessu ári, en hefur síðan 1970 látið taka 300 pólitíska andstæðinga sína af lífi. Sérstaklega grimmileg er ofsókn hans gegn rithöfundum og skáldum: Dr. Saedi, vinsælasta leikritaskáldið, var dæmt til 13 ára fangelsisvistar, síðan pýndur til að gefa yfirlýsingu um „iðrun" og er síðan í stofufangelsi. Ali Akbar Darwischian, rithöfundur, var í ár dæmdur í 11 ára fangelsi. Sakargift ó- kunn. Mohsen Jalfani leikritasmiður, var í ár dæmdur í 5 ára fangelsi. Sakargift ókunn. Nasser Rahmani-Nejad, leikari og leik- stjóri, hefur verið í fangelsi síðan í febrúar 1975, var nú dæmdur í 11 ára fangelsi. Akæran: Ætlaði að „setja upp" „Sníkjudýr- in" eftir Maxim Gorki, átti að taka þátt í alþjóðlegri leikritasýningu í Nancy 1975, en var áður handtekinn ásamt öllum leikurun- um og aðstoðarmönnum. Meðal þeirra voru þessi skáld og rithöfundar: Said Soltanpour, Aslan Aslanian og Mahmoud Dalatabadi — og voru þeir dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi. Þannig mætti lengi telja. Eigi menn vissar bækur eftir Sartre, Bert- rand Russel, Albert Camus, Maxim Gorki eða Georg Lukács, lætur leynilögreglan SAVAK viðkomandi hverfa og tínast í fang- elsunum. / I samræmi við þessa menningarfjandsemi er það að 41% fjárlaganna fer í herkostnað, en til stuðnings þeim, sem skapa „menningu og list" fara 0,3% fjárveitinganna, t.d. eru það alls 12 leiksvið, sem standa 34 miljónum íbúa Iran til boða. Það var vegna þessarar harðstjórnar að Arthur Miller neitaði að taka þátt í háðíða- höldunum 1970 og að bandaríski leikhóp- urinn „Bread and Poppet" fór frá hátíðinni og lék leik sinn fyrir framan fangelsishlið í Schiraz. MAURICE DOBB Þann 17. ágúst sl. andaðist í Cambridge einn besti marxistiski hagfræðingur okkar tíma: Maurice Dobb. Maurice Dobb var fæddur árið 1900, nam hagfræði í Cambridge og varð að lokum 196
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.