Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 63

Réttur - 01.08.1976, Page 63
RITSJA Sigurður Hjartarson: Þœttir úr sögu Rómönsku Ameriku. Kilja. Mál og menning. Rvík 1976. Það er með eindæmum hve miklu af fróðleik, og það einmitt gagnsömum fróðleik fyrir íslenska lesendur, hefur verið þjappað saman í þessari litlu bók — og það ekki aðeins um þá rómönsku Ameríku heldur og drjúgur hluti um þá Ameríku Indíánanna, sem eigi má gleymast. En sagan af lifi þeirra, er þeir lifðu þar einir og skópu sína sérstæðu menn- ingu, er saga, sem við Islending- ar eigum sérstaklega að leggja okkur á hjarta. Ósigur þeirra er víti til varnaðar, ef ekki er staðlð á verði gegn innrás framandi ó- menningar voldugra árásaraðila. En við Islendingar höfum ekki aðeins mikið að læra af örlögum frumbyggjanna. Það ameríska auð- og hervald, sem hersetið hefur land vort i meir en aldar- fjórðung, lætur líka eftir sig ó- hugnanlega slóð í flestum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku og er sú slóð vel rakin í þessum þáttum, svo vel að þetta ætti raunverulega að vera skyldu-lærdómskver i hverjum skóla á Islandl. Hér heima er sleitulaust unnið að þvi af voidugustu fjölmiðlum landsins að gefa alranga hugmynd um Bandaríkin — sem útvörð lýð- ræðis — og þau riki Ameriku, sem eru undir járnhæl þeirra. Þvi er það svo æskilegt að fá þá sagnfræðilegu þekkingu á sögu ríkjanna og þjóðanna í rómönsku Ameríku, er i þessari bók felst Hafi höfundur og útgefandi þökk fyrir. Mál og menning hefur áður (1962) reynt að fræða Islendinga nokkuð um ástandið í þessum löndum með útgáfu bókar Arevalo, forseta i Guatemala: „Hákarlinn og sardinurnar". Það var um fram- ferði Bandarikjanna i Guatemala, sem Jakobína Sigurðardóttir orti sitt eldmóði þrungna ádeilukvæði „Brást þér værð“, er birtist í „Rétti“ 1954. Það er gott að fá nú sögulegu staðreyndirnar um öll slík „af- skipti" Bandarikjavaldsins í þeirri heimsálfu, er það þykist vernda gegn framandi afskiptum — eins og okkur. Töflur þær, sem birtar eru síðast í ritinu eru mjög góðar. Leo Huberman: Jarðneskar eigur. Saga auðs og stétta. Mál og menning. Kilja. Reykjavik 1976. Það var mikið og gott verk af þýðanda og útgefanda að gera bók þessa aðgengilega fyrir ís- lenska alþýðu. Leo Huberman (1903—1968) var einhver allra besti fræðari, sem amerisk verklýðshreyfing hefur átt. Hann hafði líka fengið mikla reynslu á því sviði, því am- erísku verklýðsfélögin fengu hann löngum manna mest til þess að flytja hjá sér erindi, stýra les- hringum og skólum. Alveg sér- staklega var áberandi sá hæfileiki hans að geta skýrt erfiða hluti svo alþýðlega að allir skildu og gera fræðigrein, sem þykir almennt þung og þurr, svo sem hagfræðl og hagsaga, að fjörugri og spenn- andi frásögn. Njóta þeir kostir hans sín vel í þessari bók, enda hefur hún komið út á fjölmörgum tungumálum og var prentuð hvað eftir annað í Bandarikjunum, þar sem seldust yfir hálf miljón ein- taka. (Um Huberman má lesa í „Rétti" 1968, bls. 193—4). Bók eins og þessi á erindi til skóla þeirra, er kenna félagsfræði og hagfræði. Fyrir verklýðshreyf- inguna og alla, sem nærri henni standa, er hún tilvalin fræðibók til hagnýtingar i hverskonar les- hringum og fræðslustarfsemi. Útgefandi og þýðandi hafa ver- ið i nokkrum vanda með tvo síð- ustu kaflana í bók Hubermans eins og hún var skrifuð 1936, kafl- ana um áætlunarbúskap Sovétrikj- anna og um heimskreppuna, fas- ismann og striðshættuna. Hefur verið valinn sá kostur að sleppa þeim. Er að þeim nokkur missir, þó margt í þeim köflum endur- spegli fyrst og fremst hugleið- ingar, — von og ótta, — sósíal- ista þá. Spurningin er hvort ekki hefði verið betra eitt af tvennu: Annaðhvort að birta kaflana mjög stytta til þess að fá aðal stað- reyndirnar úr þeim svo og spána um það 1936 að fasisminn leiði til styrjaldar, — eða þá hitt að birta í staðinn tvo stutta sérkafla þýðanda, er fyrst og fremst hefðu að innihaldi tölur og slikar stað- reyndir, annarsvegar um þróun á- áætlunarbúskapar i iðnaði Sovét- ríkjanna, hinsvegar um hvað heimskreppan var í tölum talað. Mótsetningar kerfanna hefðu komið þar vel í Ijós. En höfuðatriðið er að islensk alþýða hefur fengið alþýðlega og snjalla bók um þróun mannfélags- ins siðustu aldirnar. Sú bók á erindi inn á hvert einasta heimili söguþjóðarinnar. E. O. 199

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.