Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 64
NEISTAR
Lögin, sem eru jöfn fyrir alla,
banna í hátign sinni jafnt fátæk-
um sem ríkum að sofa undir brúm,
betla á götunum og stela brauði.
Anatoli France.
★
RÆNINGJAR OG
RÍKISSTJÓRNIR
Ræninginn rændi venjulega
hina riku, ríkisstjórnin rænirvenju-
lega hina fátæku og verndar þá
ríku, sem hjálpa til við ránin.
Ræninginn hætti lifi sinu, er hann
vann verk sitt, en ríkisstjórnirnar
hætta engu, en grundvalla allt
starf sitt á lygum og blekkingum.
Ræninginn neyddi engan til þess
að ganga í flokk sinn, ríkisstjórnir
gera menn að hermönnum með
valdi. Ræninginn spillti aldrei fólki
viljandi en rikisstjórnirnar spilla
heilum kynslóðum frá barnæsku
til fullorðinsára, með ósönnum
trúarbrögðum og þjóðernisæsingi,
til þess að ná takmarki sínu.
Leo Tolstoy.
★
Frelsistréð þarf öðruhvoru
vökvunar með blóði frelsissinna
og harðstjóra. Það er eðli þess.
Thomas Jefferson
forseti Bandaríkjanna.
Ef kristnin væri kennd og skilin
samkvæmt anda höfundar hennar,
þá mundi núverandi þjóðfélags-
skipulag ekki standa einum degi
lengur.
Emil de Lavelaye
(belgískur þjóðhagsfræð-
ingur' 1822—1892.
★
Það er mikill breyskleiki að
að hugsa. Guð forði þér frá því,
sonur minn, eins og hann hefur
forðað frá því dýrlingum sínum og
sálum þeim, sem hann hefur vel-
þóknun á og ætlar eilífa sælu.
Anatole France.
★
HVAÐ VILL YFIRSTÉTTIN
GERA FYRIR
VERKALÝÐINN?
Aðstaðan, sem við menntuðu
og efnuðu stéttirnar höfum, er
sama og gamla mannsins, sem sat
á herðum hins fátæka, sá er bara
munurinn að við erum ólíkir hon-
um í því að okkur tekur mjög
sárt til fátæka mannsins; og við
vildum allt gera til að bæta hag
hans. Við viljum ekki aðeins láta
hann fá svo mikið fæði, að hann
geti staðið á fótunum, við viljum
líka kenna honum og fræða hann,
sýna honum fegurð náttúrunnar,
ræða við hann um fagra tónlist og
gefa honum ógrynni ágætra ráð-
legginga.
Já, við viljum næstum allt fyrir
fátæka manninn gera, nema að
fara af baki hans.
■ Leo Tolstoy.
*
Ég veit ekki hvort ég á skilið
að lárviðarsveigur verði einhvern-
tíma lagður á kistu mína. Skáld-
skapurinn hefur, þótt vænt hafi
mér þótt um hann, aldrei verið
mér annað en guðdómlegt leik-
fang. Ég hef aldrei gengist fyrir
skáldafrægð og skeyti litið um
hvort menn lasta Ijóð mín eða lofa
þau. En leggið sverð á kistu mina;
því ég hef verið hugrakkur her-
maður í frelsisstriði mannkynsins.
Heinrich Heine.
★
Þetta er barátta, sem halda mun
áfram í landi þessu, einnig eftir
að vesælar tungur okkar Dougl-
asar dómara eru þagnaðar. Það
er hin eilífa barátta milli tveggja
afla, réttlætis og ranglætis, al-
staðar í heiminum. Það eru þessi
tvö mögn, er andstæð hafa stað-
ið hvort öðru frá upphafi vega.
Annað er hinn almenni réttur
mannkynsins, hitt hinn „guðdóm-
legi" réttur konunga. Það er sama
hvaða mynd það tekur á sig. Það
er sami andinn í því, þegar sagt
er: ,,Þú erfiðar, vinnur og aflar
brauðs — og ég skal éta það.“
Abraham Lincoln.
★
j næstum hverri, ef ekki hverri
einustu, meiriháttar stjórnmála-
deilu síðustu 50 ára, hvort sem
deilt var um kosningaréttinn,
verslunina, trúarbrögðin, hið illa
og fyrirlitlega þrælahald, eða
hvað sem um hefur verið að gera,
þá hafa þessar yfirstéttir, þessar
menntuðu stéttir, þessar hátt titl-
uðu stéttir, sifellt hafa á röngu
að standa.
Gladstone.
★
(Þetta eru „Neistar" úr „Rétti"
1926).
200