Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 18
nítján ára, gekk hún í hjónaband meö
ungum ísfirðingi, Kjartani Ólafssyni
kaupmanni þar. Hann rak verslunina
Björninn, við þá verslun vann Guðrún
ásamt heimilisstörfum hátt í tvo áratugi,
að þeim tíma liðnum slitu þau hjón Guð-
rún og Kjartan, samvistum. Þá flutti
Guðrún til Reykjavíkur.
í Reykjavík var þá búsett systir Guð-
rúnar, Lúísa Bjarnadóttir og vann við
meinatækni á Landsspítalanum. Guðrún
dvaldi hjá systur sinni fyrst eftir að suður
kom sem varð til þess að hún lagði einnig
stund á meinatækni og varð útlærð í þeirri
starfsgrein, síðan vann hún við skyld störf
sunnan lands og fyrir norðan um skeið.
Á þessum árum kyntist Guðrún Stein-
grími Sigurðssyni listmálara og rithöf-
undi, hann er sonur Sigurðar Guðmunds-
sonar fyrrum skólameistara við Mennta-
skólann á Akureyri og konu hans Hall-
dóru Ólafsdóttur.
Á jólum 1956 gengu þau Guðrún og
Steingrímur í hjónaband og fluttu þá til
Akureyrar, þar var Steingrímur kennari
við Menntaskólann. Guðrún starfaði við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, mest
við rannsóknarstörf. Þau Guðrún og
Steingrímur slitu samvistum eftir sex ára
hjúskap, þá flutti hún til Reykjavíkur og
þar tók hún fljótlega við starfi Lúísu syst-
ur sinnar á Krabbameinsleitarstöð heilsu-
gæslu Reykjavíkurborgar og þar var
hennar starfsvettvangur til æviloka, alls
vann hún við skyld störf í þrjá áratugi. Ég
leyfi mér að vitna hér í orð Hrafns Tulin-
iusar læknis í minningargrein að Guðrúnu
látinni: „Margir munu sakna Guðrúnar.
Okkur sem mest unnum með henni síð-
ustu árin er efst í huga þakklæti, þakklæti
til þessa stórbrotna persónuleika, sem
einkenndist af heiðarleika, höfðingskap,
sterkum gáfum, réttlæti, tryggð við vini
og alúð við störf.“
Bróðurdóttir hennar, Bjarndís Frið-
riksdóttir fer hlýjum og hugþekkum orð-
um um Guðrúnu Þorbjörgu, einnig í
minningargrein; og leyfi ég mér að taka
nokkrar tilvitnanir úr þeirri grein.
„Gunna var mikil tilfinningakona,
hjartahlý og umvafði systkini sín og syst-
kinabörn ástúð og hlýju og voru þau sem
hennar börn, en hún eignaðist ekki börn
sjálf.“ Bjarndís minnist á sambúð Guð-
rúnar og Eðvarðs: „Þau höfðu búið sam-
an í 12 hamingju- og innihaldsrík ár. Hún
fann í honum góðan mann, traustan vin
og lífsförunaut. Það var alveg sérstakt
samband þeirra í milli og frábært að sjá
ástúðina, tillitssemina og virðinguna, sem
þau sýndu hvort öðru.“
Guðrúnu Bjarnadóttur kveð ég að lok-
um með þökkum fyrir hin góðu kynni á
dásamlegum sambúðarárum þeirra Eð-
varðs Sigurðssonar, vöku- og baráttu-
mannsins fyrir menningarauðugra lífi al-
þýðunnar, hans sem lifir svo ljós og hlýr í
minningu félaga sinna. Guðrún var hon-
um lífsblóm ævistarfsins, ástgjafinn sem
aldrei bregst. Megi minning þeirra lifa
með íslenskri alþýðu um aldur og ævi sem
ljós á vegum þjóðar vorrar.
Tryggvi Emilsson.
18