Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 41
að einstöku litu á hana sem yfirstéttar-
kynveru, því hún hafði sagst vera oddvita-
dóttir úr sveit. Hún hafði ekki látið uppi
neinar flokkspólitískar skoðanir, aðeins
spurt og spjallað í forvitnistón með
samúð. Var það ef til vill grunsamlegt að
skrifa hjá sér? Þeir höfðu verið fljótir í
fyrrinótt að læra textann við rauða han-
ann en slæmt að hún skyldi brjóta á sér
nöglina við að kenna þeim lagið. Hún
vildi og yrði að reyna til þrautar. Ritgerð-
in byggðist einmitt á sjálfstæðum athug-
unum, auk þess var verkfall sérlegur skóli
alþýðu.
Brot II.
Járni var meðalmaður á hæð, en saman
rekinn og herðabreiður. Fylginn sér með
afbrigðum. Rökfastur svo jaðraði við
þráhyggju, að ýmsum fannst, sem þó
báru einstaka virðingu fyrir jafnaðargeði
hans og þolinmæði. Lygnstreymi orð-
ræðunnar hamlaði því einatt hvatvísleg-
um aðgerðum. Þótti bíta í sundur og
stikla bárugarða. Tafsa um lágfreyðandi
málefni sem vörður um seinfarna slóð.
Engi var hann málskrafsmaður heldur
stirðfær og þolinn í hvívetna. Hann var
málkunnugur öllum stjórnunarmönnum
félagsins, fundarrækinn og eftirtektar-
samur, stéttvís og einhleypur.
Hernámið var honum nöturleg stað-
reynd, sem berjast yrði á mót, en notfæra
sér er innlendir burgeisar brygðust og at-
vinnuleysi herjaði. Hafði lengi setið í
samninganefnd og var öllum hnútum
kunnugur í þesslags málavafstri. Hreifst
innilega af vel talandi ræðumönnum, sem
fóru frjálslega aö í ræðustól og töluðu
blaðalaust, settlega og skýrt. Slíkt væri
augnayndi og eftirsóknarvert, eiginlega
hátoppur lýðræðis í karlaþjóðfélagi.
Uppburðarleysi hans og langanir höfðu
lengi vegið salt, étið hvort annað upp en
þrautseigja og langlundargeð dugað sem
yfirbreiðsla á falinn eld lengi vel. Atvinnu-
leysishrellingar og fundahöld ’69 höfðu
þó veitt næði sem færi á yfirsýn og ollu
þar mest um stúdentaupphlaup ungra
Frakka 1968.
Þar að auki óðu nú unglingspiltar uppi
á fundum félagsins, bálreiðir og uppæstir
en ófélagsvanir svo furðu gegndi. Undar-
legar uppástungur þeirra og undirskrifta-
safnanir um tillögugerð vöktu kátínu og
örvuðu félagsanda sem fundarsókn.
Gamlingjar félagsins er verið höfðu
fjölmennastir á fundum félagsins um ára-
bil, yljuðu sér nú við barnabrek angur-
gapanna og minntust eigin langana.
Studdu jafnvel einstöku nýlundu með sig-
grónum lófa, uppréttum. Upphlaups-
menn þessir vildu ólmir endurtaka stú-
dentauppreisn Frakka í félaginu og köll-
uðu forystuna æviráðna atvinnumenn, er
þættust heyja stéttabaráttu fyrir verka-
menn, en smöluðu að sér jámönnum og
metorðastriturum, þar sem engin gagn-
rýni þrifist. Enda væru þeir allir upp til
hópa í Samábyrgðarfélagi forystumanna
og mundi enginn þeirra taka kaup eftir
taxta er félagið semdi um.
Hinir þaulvönu ræðumenn og liðsoddar
fóru létt með að tala viðvaningana upp úr
skónum enda sumir þeirra varla í félaginu
löglega, þó svo þeir fengju málfrelsi og
tillögurétt. Væri það náð ein. Fylgisleysi
tillagna þeirra væri og besta sönnunin um
haldleysi raka þeirra og málflutnings.
Ungæðisleg upphlaup reiðu ungu
mannanna, grófu þó um sig og spurðust
út um vinnustaði þar sem þeir reyndust
bæði góðir félagar og vekjandi, þó kjaft-
forir væru með afbrigðum, válega sund-
urgerðasamir í skóbótum sínum á gamla
41