Réttur - 01.01.1988, Page 43
Jón Engilberts: Verkamannsfjölskylda.
fallsmenn voru vel meðvitaðir um mikil-
vægi umbúðageymslunnar og unnu þar
sumir þeirra, enda skiptu þeir vöktum þar
á tveggja tíma fresti nótt og dag.
Óbreyttir nefndarmenn bræddu nú
með sér að línudans Vinnumálasambands
samvinnufélaganna skyldi á enda renna
og engar undanþágur þeim veittar meðan
þeir væru fastráðnir hjá V.S.Í. Nú skyldu
þeir sambandsfélagamenn verða að sýna
sitt rétta andlit. Annað hvort segja skilið
við V.S.f. og semja við verkfallsmenn
eða opinbera samstöðu sína með V.S.Í.
öllum landslýð. Vinnumálasamband sam-
vinnufélaga eða Sís hafði lengi steininn
klappað og leikið tveim skjöldum, verið
skipulagslega tengt V.S.Í. og þannig veitt
þeim siðferðilegan og pólitískan styrk
sem forystusveit og andskoti allra laun-
þega í landinu. Jafnframt borgað stórfé
fyrir taglhnýtinginn úr sjóðum almenn-
ings er áttu samvinnufélögin.
bótti nú ýmsum gott í efni ef tækist að
þjarma að taglhnýtingum og rýra fylgi
V.S.Í. og styrk. Nefndarmenn tóku nú að
Ieita kosinnar forystu sinnar, vildu láta
hana hafa hitann í haldinu meðan málið
væri nýtt og vel margir sama sinnis í hús-
inu. Aldrei væri að ætla á eftirleikinn,
þegar flokksbönd og sérhagsmundir
græfu í einstaklingum. Lengi vel fundust
þó fáir einir af foringjum í húsinu, en er á
leið rismál, skéði það nokkuð jafnsnemma
að forystan birtist stundarkát í Kringlu
með spaugsyrði á vör og einn Dagsbrún-
armaður úr samninganefnd valt út úr
hægindi hljóðandi á gólf niður og lá sem
dauður væri.
Seinni hlutinn birtist
í nœsta hefti.
43