Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 7

Réttur - 01.01.1993, Side 7
Sólveig Einarsdóttir. Ólafur Rafn Einarsson. veigamiklum efnum giltu lögmál stór- þjóðanna alls ekki hér. Jafnvel örlaði á þeirri skoðun hans, að sökum fámennis, ættu hin einföldu lögmál fjölskyldunnar betur við, þ.e. samhygð, sameign og sam- hjálp. Þau lögmál leystu margan vand- ann, sem samkeppnin ræður ekki við, ef taka á tillit til hagsmuna almennings. Það var þessi þjóðerniskennd, sem var sterkasti þátturinn í baráttu Einars gegn hverskonar erlendri ásælni, hvaðan sem hún kom og í hvaða mynd, sem hún birt- Íst, og það var hún sem var uppistaðan í þeirri hörðu afstöðu hans að ekki yrði beðið til stríðsloka með stofnun lýðveld- isins. Andstaða Einars gegn Keflavíkur- samningnum árið 1946 á einnig rætur i þessari sömu þjóðerniskennd. Sama er að segja um baráttu Einars á móti inngöng- unni í Atlantshafsbandalagið árið 1949, sem er einstök í þingsögunni. Þjóðerniskenndin samtvinnast þó ævin- lega stéttarvitundinni hjá Einari og hug- myndinni um að þá muni íslendingum farnast best, fái þeir að búa að sínu í friði og nýta auðæfi lands og sjávar í sameigin- legar þarfir. Þetta sést best í andstöðunni gegn Keflavíkursamningnum, sem um leið var baráttan fyrir lífi nýsköpunar- stjórnarinnar og þetta sést einnig vel í harðfylgi Einars og hans nánustu sam- verkamanna í landhelgisdeilunni. Það er þessi samtvinnun, sem Sverrir 7

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.