Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 11

Réttur - 01.01.1993, Síða 11
eftir hann liggur mikið safn greina og rit- gerða auk nokkurra bóka. Ritstjóri RÉTTAR var hann frá 1926. Fyrstu bók sína, sem fjallaði um Rousseau og frönsku stjórnarbyltinguna, gaf hann út 25 ára gamall árið 1927, en síðustu bæk- urnar, skráðar af Jóni Guðnasyni, komu út fyrir fáum árum: ísland í skugga heims- valdastefnunnar og Kraftaverk einnar kynslóðar. IV. Einar Baldvin Olgeirsson fæddist á Ak- ureyri hinn 14. ágúst 1902. Foreldrar hans voru hjónin Olgeir Júlíusson bakari og Sólveig Gísladóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1921. Einar gegndi margháttuðum trúnaðar- störfum um dagana, hann var kennari, forstjóri, ritstjóri, formaður verklýðsfé- lags og stjórnmálaflokks. Hann sat í stjórnarskrárnefnd, þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar, útvarpsráði, nýbygg- ingarráði, orkuráði og rannsóknarráði. Hann átti sæti í bankaráði Landsbanka íslands í 23 ár og þar af 4 ár sem formað- ur. Aðalstarfsvettvangur hans var hins vegar í húsinu hér fyrir handan, en hann var þingmaður Reykvíkinga í 30 ár sam- fellt eða frá 1937 til 1967. Einar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigríði Þorvarðardóttur hinn 20. sept- ember 1927 og varð þeim tveggja barna auðið. Ólaf, son sinn, misstu þau árið 1983 en hann var kvæntur Jóhönnu Axelsdóttur °g eignuðust þau tvo syni, þá Gísla Rafn °g Þorvarð Tjörva. Sólveig, dóttir þeirra, eignaðist tvö börn, þau Eddu og Einar Baldvin með manni sínum Þorsteini Óskarssyni, en þau skildu. Sólveig er nú búsett í Ástralíu en er hér með okkur í dag. Núverandi eiginmaður hennar er Lindsay O’Brien prófessor, en hann bað um að hér yrði flutt kveðja frá sér, þar sem hann átti ekki heimangengt. V. Einar Olgeirsson raskaði verulega ró margra um sína daga, breytti gildismati þjóðarinnar í veigamiklum atriðum og hann ýtti all harkalega við sérhagsmunum í samfélaginu til að hliðra fyrir sameigin- legum hagsmunum fjöldans, og því var hann umdeildur meðan hann lifði og verður það eflaust lengi enn. Hins vegar liggja fyrir sögulegar stað- reyndir um verk hans og áþreifanlegan árangur þeirra í veruleika íslenskrar sögu síðustu áratugina. Ég stend að vísu hér í kórdyrum, en enginn er ég dómari. Mælistikuna, sem bregða þarf á verk og áhrif hins látna vin- ar okkar, verður hver að smíða fyrir sig. Þið hafið í þessum orðum kynnst mæli- stiku minni. Ég hef hér talað um Einar Olgeirsson sem hinn eina og sjálfsagða foringja al- þýðuhreyfingarinnar á íslandi, en auðvit- að var hann einn í hópi annarra höfuð- leiðtoga þessarar sömu hreyfingar og samverkamaður fjölmargra annarra mik- ilhæfra forustumanna, sem hér eru ekki nafngreindir. í þeim hópi ríkti gagnkvæm virðing, djúp vinátta og tiltekin verka- skipting. Nú háttar svo til, þegar hann deyr á tíræðisaldri, að samferðamenn hans eru flestir gengnir. Það var þessi for- ustusveit og fjöldinn, sem þeir hrifu með sér, er lagði grunninn að lífskjörum okk- 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.