Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 12
ar og menntunarstigi í dag. Við búum að
verkum þessara manna, sem Einar sjálfur
með heitinu á bók sinni um störf þeirra
hefur kallað Kraftaverk einnar kynslóðar.
Ég er hér í svipuðum sporum og Einar
stóð sjálfur hinn 9. sept. 1937, er hann
stóð yfir moldum eins ágætasta félaga af
sinni kynslóð, Dagnýjar Ellingsen, sem
hafði beðið hann um að mæla yfir gröf
sinni.
Einar skrifar 46 árum síðar um það at-
vik og lítur yfir farinn veg og segir:
„Við, sem eftir lifum af þeirri kynslóð,
sem hér hefur verið á sögusviðinu, áttum
eftir að upplifa mörg vonbrigði vegna
framkvæmdar hugsjóna okkar, þótt okk-
ur tækist með krafti og valdi verkalýðsins
að vinna stórvirki fyrir land og þjóð. Það
reyndi á þessa kynslóð, er ægilegustu
sorgleikirnir gerðust og urðu kunnir....
„En sú hugsjón, há og hrein, sem þessir
horfnu félagar helguðu líf sitt, mun halda
áfram að vekja nýja krafta til dáða, þrátt
fyrir allt. Sú hugsjón verður ekki tjóðruð
við kreddur eða kerfi ríkis og valda né
misnotuð í framaskyni, heldur aðeins
tengd því, sem magnaði hana frá upphafi:
baráttunni fyrir frelsi hins vinnandi fólks
af klafa auðs og valda, fyrir sköpun hins
stéttlausa mannfélags samhjálpar og sam-
eignar.“
Ég vil í beinu framhaldi af þessum orð-
um hins látna vinar okkar ljúka þessum
kveðju- og þakklætisorðum mínum með
því að hafa yfir litla vísu eftir Jóhannes
skáld úr Kötlum:
Og hinsti geislinn deyr í djúpi
— en daginn eftir röðull nýr
oss kveikir sama dýra drauminn
um djarft og voldugt ævintýr.
12