Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 18

Réttur - 01.01.1993, Síða 18
endur þessara voldugu tækja, — féll vel að skoðunum Porsteins Erlingssonar. Porsteinn kallaði sig ýmist sósíalista eða jafnaðarmann. Á síðari hluta nítjándu aldar var orðin mikil og almenn umræða um hina nýju þjóðmálakenningu sósíalismans, í flest- um löndum Evrópu. Flokkar sósíalista risu upp. Peir boðuðu kenningar sínar með ýmsum hætti og voru ekki samstiga í öllum greinum. Pannig urðu til margar gerðir sósíalistaflokka. Grundvallarkenn- ingin var þó alltaf hin sama. Hún byggði á þeirri vissu, að tímar verkalýðsstéttarinn- ar væru að renna upp sem óhjákvæmilegt andsvar við iðnbyltinguna og gjörbreytt þjóðlífsform með tilkomu þéttbýlis í borgum og bæjum. Það var í byrjun þessarar aldar, að hér á landi gerðust hliðstæðar breytingar í at- vinnu- og búsetumálum og áður höfðu gerzt erlendis í kjölfar iðnbyltingarinnar. Pað var innlend togaraútgerð og vélbáta- byltingin á fyrsta tug aldarinnar og um leið fiskverkun og fiskútflutningur, sem kölluðu á breytta búsetu og nýja þjóðlífs- gerð. Um 1920 var hér orðin nokkuð öfl- ug vélvædd útgerð og mikil fiskvinnsla. Fólk hafði flutzt úr sveitum og komið sér fyrir í sjávarþorpum. Hér hafði myndazt verkamanna- og sjómannastétt. Fyrstu stéttasamtök verkamanna og sjómanna voru verkalýðsfélögin. Alþýðu- samband fslands var síðan stofnað 1916. Verkalýðsfélögin og Alþýðusambandið voru hreyfingar sem áttu uppruna sinn að rekja til kenninga sósíalismans. Stofnun þeirra samtaka var tákn þess að ný at- vinnustétt — stétt hinna eignalausu og í mörgum greinum hinna réttminni ein- staklinga, þeirra sem framleiðslan byggð- ist þó á — var komin fram og krafðist réttar síns. Gamla bændasamfélagið var að gjörbreytast og forréttindastaða emb- ættismanna, atvinnurekenda, kaupmanna og jarðeigenda, hlaut að víkja fyrir auknu jafnrétti og réttlátari þjóðfélagsgerð. Alþýðusambandið var frá stofnun þess jafnframt flokkur íslenzkra sósíalista. AI- þýðuflokkurinn var skipulagslega hluti Alþýðusambandsins og um leið voru verkalýðsfélögin, hvar sém þau voru á landinu, hluti þessarar sömu skipulags- heildar. Á árunum 1916 til 1930 voru allir íslenskir sósíalistar í Alþýðuflokknum og kölluðu sig ýmist sósíalista eða jafnaðar- menn. Á árunum 1927 til 1930 tók greini- lega að draga í sundur með þeim félags- mönnum í Alþýðuflokknum, sem þá voru oft nefndir róttækir sósíalistar og hinna sem vildu fara hægar í öllum kröfugerð- um. Þrjár meginástæður bera hæst í þeim ágreiningi sem upp kom á árunum 1927 til 1930 og síðar leiddi til klofnings Alþýðu- flokksins. Fyrst ber þar að telja ágrein- inginn um kröfugerðir verkalýðsfélag- anna og þær deilur sem þá urðu við at- vinnurekendur. Hinir róttækari voru óánægðir með gang stéttabaráttunnar. Annað ágreiningsefnið var afstaðan til Framsóknarflokksins. Alþýðuflokkurinn studdi ríkisstjórn Framsóknar á árunum 1927 til 1931. Þær deilur blönduðust mjög við deilur verkalýðsfélaganna á ýmsum stöðum, sem áttu í hörðum deilum við forystu Framsóknar um kaupgjalds- og kjaramál. Þriðja ágreiningsmálið var svo um afstöðu til erlendra sósíalistasamtaka. Fyrri ágreiningsefnin tvö, sem hér eru tal- in, höfðu að mínum dómi miklu meiri og afdrifaríkari afleiðingar og snertu nær alla verkalýðssinna, hvar sem þeir voru á landinu. Það var ekki ætlun mín með þessum skrifum, að rekja hér ítarlega þróun 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.