Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 18

Réttur - 01.01.1993, Page 18
endur þessara voldugu tækja, — féll vel að skoðunum Porsteins Erlingssonar. Porsteinn kallaði sig ýmist sósíalista eða jafnaðarmann. Á síðari hluta nítjándu aldar var orðin mikil og almenn umræða um hina nýju þjóðmálakenningu sósíalismans, í flest- um löndum Evrópu. Flokkar sósíalista risu upp. Peir boðuðu kenningar sínar með ýmsum hætti og voru ekki samstiga í öllum greinum. Pannig urðu til margar gerðir sósíalistaflokka. Grundvallarkenn- ingin var þó alltaf hin sama. Hún byggði á þeirri vissu, að tímar verkalýðsstéttarinn- ar væru að renna upp sem óhjákvæmilegt andsvar við iðnbyltinguna og gjörbreytt þjóðlífsform með tilkomu þéttbýlis í borgum og bæjum. Það var í byrjun þessarar aldar, að hér á landi gerðust hliðstæðar breytingar í at- vinnu- og búsetumálum og áður höfðu gerzt erlendis í kjölfar iðnbyltingarinnar. Pað var innlend togaraútgerð og vélbáta- byltingin á fyrsta tug aldarinnar og um leið fiskverkun og fiskútflutningur, sem kölluðu á breytta búsetu og nýja þjóðlífs- gerð. Um 1920 var hér orðin nokkuð öfl- ug vélvædd útgerð og mikil fiskvinnsla. Fólk hafði flutzt úr sveitum og komið sér fyrir í sjávarþorpum. Hér hafði myndazt verkamanna- og sjómannastétt. Fyrstu stéttasamtök verkamanna og sjómanna voru verkalýðsfélögin. Alþýðu- samband fslands var síðan stofnað 1916. Verkalýðsfélögin og Alþýðusambandið voru hreyfingar sem áttu uppruna sinn að rekja til kenninga sósíalismans. Stofnun þeirra samtaka var tákn þess að ný at- vinnustétt — stétt hinna eignalausu og í mörgum greinum hinna réttminni ein- staklinga, þeirra sem framleiðslan byggð- ist þó á — var komin fram og krafðist réttar síns. Gamla bændasamfélagið var að gjörbreytast og forréttindastaða emb- ættismanna, atvinnurekenda, kaupmanna og jarðeigenda, hlaut að víkja fyrir auknu jafnrétti og réttlátari þjóðfélagsgerð. Alþýðusambandið var frá stofnun þess jafnframt flokkur íslenzkra sósíalista. AI- þýðuflokkurinn var skipulagslega hluti Alþýðusambandsins og um leið voru verkalýðsfélögin, hvar sém þau voru á landinu, hluti þessarar sömu skipulags- heildar. Á árunum 1916 til 1930 voru allir íslenskir sósíalistar í Alþýðuflokknum og kölluðu sig ýmist sósíalista eða jafnaðar- menn. Á árunum 1927 til 1930 tók greini- lega að draga í sundur með þeim félags- mönnum í Alþýðuflokknum, sem þá voru oft nefndir róttækir sósíalistar og hinna sem vildu fara hægar í öllum kröfugerð- um. Þrjár meginástæður bera hæst í þeim ágreiningi sem upp kom á árunum 1927 til 1930 og síðar leiddi til klofnings Alþýðu- flokksins. Fyrst ber þar að telja ágrein- inginn um kröfugerðir verkalýðsfélag- anna og þær deilur sem þá urðu við at- vinnurekendur. Hinir róttækari voru óánægðir með gang stéttabaráttunnar. Annað ágreiningsefnið var afstaðan til Framsóknarflokksins. Alþýðuflokkurinn studdi ríkisstjórn Framsóknar á árunum 1927 til 1931. Þær deilur blönduðust mjög við deilur verkalýðsfélaganna á ýmsum stöðum, sem áttu í hörðum deilum við forystu Framsóknar um kaupgjalds- og kjaramál. Þriðja ágreiningsmálið var svo um afstöðu til erlendra sósíalistasamtaka. Fyrri ágreiningsefnin tvö, sem hér eru tal- in, höfðu að mínum dómi miklu meiri og afdrifaríkari afleiðingar og snertu nær alla verkalýðssinna, hvar sem þeir voru á landinu. Það var ekki ætlun mín með þessum skrifum, að rekja hér ítarlega þróun 18

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.