Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 21

Réttur - 01.01.1993, Side 21
Gengið i þingsal: Eggert G. Þorsteinsson, Hannibal Valdimarsson og Einar Olgeirsson. Eftir að Alþýðuflokkurinn klofnaði 1930 og Kommúnistaflokkurinn var stofnaður, varð lítilsháttar áherzlubreyt- ing í notkun orðanna sósíalisti og jafnað- armaður. Þau átta ár sem Kommúnista- flokkurinn var starfandi, voru fjölmargir félagar hans og stuðningsmenn almennt kallaðir kommúnistar. Þeir sem áfram studdu Alþýðuflokkinn, kölluðu sig oft- ast alþýðuflokksmenn, en þó stundum jafnaðarmenn eða sósíaldemókrata. Þeir sem kölluðu sig kommúnista voru þó óumdeilanlega sósíalistar, enda grund- vallaði flokkurinn stefnu sína á sósíal- isma. Enginn ágreiningur var heldur um það, að sósíaldemókratar voru hér eins °g annars staðar sósíalistar, enda stefnan byggð á sama þjóðmálagrundvelli. Þegar Sameiningarflokkur alþýðu-Sós- íalistaflokkurinn var stofnaður 1938, tóku flokksmenn hans allir að kalla sig sósíalista. Jafnaðarmannaforinginn Héðinn Valdi- marsson og flokksbróðir hans til margra ára, Sigfús Sigurhjartarson, en þeir höfðu báðir verið í forystuliði Alþýðuflokksins, sættu sig vel við sósíalistanafnið. Því nafni höfðu þeir alltaf gegnt og vissu fullvel að það var sömu merkingar og orðið jafnaðar- maður. Þeir sem komu úr Kommúnista- flokknum voru líka sáttir vegna þess að þeir höfðu alltaf kallað sig sósíalista og reist skoðanir sínar á kenningum sósíalismans. Eftir stofnun Sósíalistaflokksins varð eins og þegjandi samkomulag um að ríf- ast ekki um orðið jafnaðarmaður. Allir vissu að báðir aðilar höfðu notað það orð. 21

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.