Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 22

Réttur - 01.01.1993, Side 22
Alþýðuflokksmenn lögðu þó aðaláherzlu á orðið alþýðuflokksmaður en orðið jafn- aðarmaður vék heldur til hliðar. Þó er nokkuð ljóst að Alþýðuflokksmenn áttu fremur það orð en flokksmenn Sósíalista- flokksins. Mér finnst persónulega, þegar ég hugsa til þessara breytingatíma, að við sósíalistar í Sósíalistaflokknum, höfum látið það afskiptalítið, þó að Alþýðu- flokksmenn héldu því gamla og góða nafni, sem aldrei hafði þó aðra merkingu en 'orðið sósíalisti. Frá minni hálfu og fé- laga minna snerust hinar pólitísku deilur ekki um neina þrætubók, ekki um túlkun eða notkun orða, heldur um rammpóli- tíska stefnu í málefnum þess tíma. Alþýðuflokksmenn voru eins og við, sósíalistar, með sömu stefnu sem átti ræt- ur að rekja til kenninga sósíalismans. Sósíalistaflokkurinn var frá upphafi skipaður að miklum meirihluta, alþýðu- fólki, sem ýmist hafði verið í Alþýðu- flokknum beint, eða í gegn_.ii verkalýðs- félög. Þeir sem höfðu verið í Kommún- istaflokknum voru þar í miklum minni- hluta, þó að þaðan kæmu margir harð- duglegir og áhrifamiklir flokksmenn. Ég nefni sem dæmi úr minni heima- byggð, Neskaupstað. Par var fram til 1938 um 20 manna Kommúnistaflokkur. Fyrsta sósíalistafélagið sem stofnað var á staðnum, sem deild í Sósíalistaflokknum, hafði 105 stofnfélaga. Fylgi Sósíalista- flokksins, þegar fyrst á reyndi, í almenn- um kosningum sýndi þetta einnig. Flokk- urinn varð strax stærri en Alþýðuflokkur- inn í kosningunum 1942, og þó voru áhrif hans í verkalýðshreyfingunni ennþá meiri hlutfallslega. Miklar breytingar hafa orðið í íslenzk- um stjórnmálum á árunum frá 1938 til þessa tíma (1993). Flokkar hafa breytzt og stefnumótun mótazt af nýjum viðhorf- um. Og eins og oft áður hefir umheimur- inn tekið sínum stökkbreytingum. f>að er eðlilegt, að stjórnmálaflokkar breyti um baráttumál og áherzlur með breyttum tíma. En sögunni á ekki að breyta. Liðinn tími kemur ekki aftur. Sögu hins liðna á að segja rétt og án undanbragða eða mis- túlkunar. Kenningar sósíalismans um þróun þjóðfélagsgerðarinnar, frá léns- skipulagi til borgarastéttar og síðan til- koma hinnar fjölmennu verkalýðsstéttar, hafa staðist í reynslu sögunnar. Kenningar sósíalismans um óhjá- kvæmilegar breytingar þjóðfélagsins til þess að mæta réttlætis- og jafnréttiskröf- um verkalýðsstéttarinnar hafa einnig staðist fullkomlega. Enginn stjórnmála- flokkur á íslandi nú, árið 1993, þorir eða vill halda fram þeirri gömlu kenningu, að kosningaréttur eigi að miðast við eignir eða völd, að leggja eigi niður almanna- tryggingar, eða að banna eigi verkalýðs- félögum að semja um kaup og kjör félags- manna sinna. Slíkar kenningar eru löngu aflagðar. Enn eru þó til þeir flokkar, sem á sínum tíma börðust gegn samningsrétti stéttarfélaganna og stóðu gegn fullkomn- um þjóðfélagstryggingum. Enn er deilt um það, hvernig tryggja eigi öllum fulla atvinnu og réttlát kjör. Enn er deilt um almannatryggingar og margvíslega opin- bera þjónustu. Enn eru þeir til, sem trúa af álíka trúarhita og áköfustu sértrúar- hópar gera, að ríkið, hið opinbera, megi ekki koma nærri þjónustu við almenning. Feir boða nú einkavæðingu á Pósti og síma, á rafveitukerfi landsmanna, á vatns- veitum og höfnum. Þeir vilja einkarekna skóla og sjúkrahús, vegi og brýr og öll helztu samgöngutæki. Og þessari stefnu- mörkun fylgir enn gamla kenningin um að gróðasjónarmið eigi að ráða í öllum rekstri. 22

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.