Réttur


Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 22

Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 22
Alþýðuflokksmenn lögðu þó aðaláherzlu á orðið alþýðuflokksmaður en orðið jafn- aðarmaður vék heldur til hliðar. Þó er nokkuð ljóst að Alþýðuflokksmenn áttu fremur það orð en flokksmenn Sósíalista- flokksins. Mér finnst persónulega, þegar ég hugsa til þessara breytingatíma, að við sósíalistar í Sósíalistaflokknum, höfum látið það afskiptalítið, þó að Alþýðu- flokksmenn héldu því gamla og góða nafni, sem aldrei hafði þó aðra merkingu en 'orðið sósíalisti. Frá minni hálfu og fé- laga minna snerust hinar pólitísku deilur ekki um neina þrætubók, ekki um túlkun eða notkun orða, heldur um rammpóli- tíska stefnu í málefnum þess tíma. Alþýðuflokksmenn voru eins og við, sósíalistar, með sömu stefnu sem átti ræt- ur að rekja til kenninga sósíalismans. Sósíalistaflokkurinn var frá upphafi skipaður að miklum meirihluta, alþýðu- fólki, sem ýmist hafði verið í Alþýðu- flokknum beint, eða í gegn_.ii verkalýðs- félög. Þeir sem höfðu verið í Kommún- istaflokknum voru þar í miklum minni- hluta, þó að þaðan kæmu margir harð- duglegir og áhrifamiklir flokksmenn. Ég nefni sem dæmi úr minni heima- byggð, Neskaupstað. Par var fram til 1938 um 20 manna Kommúnistaflokkur. Fyrsta sósíalistafélagið sem stofnað var á staðnum, sem deild í Sósíalistaflokknum, hafði 105 stofnfélaga. Fylgi Sósíalista- flokksins, þegar fyrst á reyndi, í almenn- um kosningum sýndi þetta einnig. Flokk- urinn varð strax stærri en Alþýðuflokkur- inn í kosningunum 1942, og þó voru áhrif hans í verkalýðshreyfingunni ennþá meiri hlutfallslega. Miklar breytingar hafa orðið í íslenzk- um stjórnmálum á árunum frá 1938 til þessa tíma (1993). Flokkar hafa breytzt og stefnumótun mótazt af nýjum viðhorf- um. Og eins og oft áður hefir umheimur- inn tekið sínum stökkbreytingum. f>að er eðlilegt, að stjórnmálaflokkar breyti um baráttumál og áherzlur með breyttum tíma. En sögunni á ekki að breyta. Liðinn tími kemur ekki aftur. Sögu hins liðna á að segja rétt og án undanbragða eða mis- túlkunar. Kenningar sósíalismans um þróun þjóðfélagsgerðarinnar, frá léns- skipulagi til borgarastéttar og síðan til- koma hinnar fjölmennu verkalýðsstéttar, hafa staðist í reynslu sögunnar. Kenningar sósíalismans um óhjá- kvæmilegar breytingar þjóðfélagsins til þess að mæta réttlætis- og jafnréttiskröf- um verkalýðsstéttarinnar hafa einnig staðist fullkomlega. Enginn stjórnmála- flokkur á íslandi nú, árið 1993, þorir eða vill halda fram þeirri gömlu kenningu, að kosningaréttur eigi að miðast við eignir eða völd, að leggja eigi niður almanna- tryggingar, eða að banna eigi verkalýðs- félögum að semja um kaup og kjör félags- manna sinna. Slíkar kenningar eru löngu aflagðar. Enn eru þó til þeir flokkar, sem á sínum tíma börðust gegn samningsrétti stéttarfélaganna og stóðu gegn fullkomn- um þjóðfélagstryggingum. Enn er deilt um það, hvernig tryggja eigi öllum fulla atvinnu og réttlát kjör. Enn er deilt um almannatryggingar og margvíslega opin- bera þjónustu. Enn eru þeir til, sem trúa af álíka trúarhita og áköfustu sértrúar- hópar gera, að ríkið, hið opinbera, megi ekki koma nærri þjónustu við almenning. Feir boða nú einkavæðingu á Pósti og síma, á rafveitukerfi landsmanna, á vatns- veitum og höfnum. Þeir vilja einkarekna skóla og sjúkrahús, vegi og brýr og öll helztu samgöngutæki. Og þessari stefnu- mörkun fylgir enn gamla kenningin um að gróðasjónarmið eigi að ráða í öllum rekstri. 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.