Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 23

Réttur - 01.01.1993, Síða 23
Deilan um aðferðir við að tryggja gott þjóðlíf stendur enn. Orðin sem ég ætlaði að gera að aðal-umræðuefni, standa enn í fullu gildi. Merking þeirra orða er enn óbreytt. Sósíalismi eða jafnaðarstefna stendur fyrir ákveðna hugsjón, ákveðna stefnu. Enn eru til staðar grundvallar- sjónarmið tveggja ólíkra þjóðfélgas skoð- una, sósíalisma og kapítalisma. Baráttu- uðferðir sósíalista geta breytzt og hafa hreytzt. Grundvallar kenningar sósíal- ismans, jafnaðarstefnunnar hafa ekki breytzt. Grundvallar kenningar kapítal- ismans hafa heldur ekki breytzt. En hvað um orðin sósíalismi = jafnaðarstefna, og sósíalisti = jafnaðarmaður? Hefir merk- ing þeirra breytzt? Eða er túlkun þeirra °g notkun önnur en sú sem fram kom í byrjun aldarinnar hjá Porsteini skáldi Erlingssyni og öðrum frumherjum stefn- unnar? Alþýðuflokkurinn sem grundvallaði stefnu sína á kenningu sósíalismans og var flokkur verkalýðsstéttarinnar, hann hefir nýlega bætt við nafn sitt, þannig að nú heitir flokkurinn: Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands. Eessi úminning í nafninu er góð og líklega þörf. En eiga forystumenn Alþýðuflokksins við hað, að flokkurinn sé flokkur íslenzkra sósíalista, eða hafa þeir gleymt því að orðið jafnaðarmaður var samheiti, eða samstöðuorð orðsins sósíalisti? Nöfn á flokkum segja ekki mikið. Til eru hægri flokkar sem kenna sig við vinstri stefnu. Til eru einnig flokkar sem kenna sig við lýðræði, þó að þeir séu olýðræðislegir í öllum vinnubrögðum. Flokkar sósíalista heita líka ýmsum nöfn- um og getur verið erfitt að átta sig á raun- verulegri stefnu þeirra. Jafnaðarmanna- flokkur sem um leið er sósíalistaflokkur, getur ekki verið einkavæðingarflokkur. Hann getur ekki stutt einkavæðingu skóla, sjúkrahúsa, vatnsveitna, raforku- vera eða almenningsbanka og lánasjóða. Það skiptir miklu máli að vera sósíalisti í reynd, ekki aðeins í orði. Nú um stund hefir nafnið sósíalisti þok- að nokkuð fyrir samheiti þess orðs, orð- inu jafnaðarmaður. Það er eins og ýmsum þyki það orð þægilegra, kannski vegna at- burða úti í heimi. Slíkt er auðvitað mesti misskilningur og sýnir ranga túlkun á upphaflegri merkingu orðsins. Slys sósíal- ista úti í heimi eða misgjörðir og pólitísk hentistefna ýmissa jafnaðarmannaflokka erlendis eða hérlendis, breyta ekki neinu um grundvallarstefnumið þeirrar þjóðfé- lagsstefnu, sem boðar jafnrétti og félags- legt öryggi til handa öllu vinnandi fólki, það hefir engin áhrif á réttmæti þeirrar stefnu sem tekur hagsmuni allra þjóðfé- lagsþegna fram yfir gróðamöguleika ör- fárra útvaldra. Sósíalismi-jafnaðarstefna og sósíalisti- jafnaðarmaður; þessi orð vísa til hugsjón- ar, til þjóðfélagsgreiningar, til jafnréttis og félagslegrar samábyrgðar. Þess orð eru andstæður óréttlætis, valdníðslu og sér- hagsmuna. Peim sannindum getur enginn breytt. Þeir sem eru sannir jafnaðarmenn eru jafnframt sannir sósíalistar. Þeir sem ekki vilja vera sósíalistar, eru þá heldur ekki jafnaðarmenn, í réttri og sannri merkingu þess orðs. 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.