Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 25

Réttur - 01.01.1993, Side 25
Milliþinganefnd í stjórnarskrármálinu. Frá vinstri: Haraldur Guðmundsson, Áki Jakobsson,, Jónas Jónsson, Gísli Sveinsson (formaður), Stefán Jóhann Stefánsson, Einar Olgeirsson, Bjarni Benedikts- son, Hermann Jónasson. alþýðu manna, gera þá svo úr garði að þessu takmarki verði náð og ennfremur að koma bestu bókmenntum íslendinga að fornu og nýju inn á hvert heimili. Það fer fjarri því að stúdentsmenntun væri of mikil menntun handa hverjum íslend- ingi.“ Þannig var Einar — og þetta er skrifað iyrir 50 árum. En jafnframt var hann þeirrar skoðunar að baráttan fyrir sjálf- staeði íslands væri barátta fyrir þjóðfrelsi annarra þjóða því barátta einnar lítillar þjóðar hefði alþjóðleg áhrif. Hann var því ekki einangrunarsinni og taldi að þjóðleg barátta yrði að byggjast á alþjóð- 'cgum forsendum. Barátta Sósíalista- Hokksins varð rómsterk og hún náði ekki aðeins til menntamanna og þeirra sem höfðu sig helst í frammi. Hún varð hluti af hinu hversdagslega amstri flokksins og hún varð hluti af stéttabaráttunni. Meðan skoðanabræður Einars annars staðar koðnuðu niður í sjálfhverfa gagnrýnis- hópa varð Sósíalistaflokkurinn svo stór að hann náði til um það bil fimmtungs þjóðarinnar og fékk reyndar um 30% at- kvæða í sjálfri Reykjavík þegar best lét. Þátttaka Einars í stofnun lýðveldisins var því ekki aðeins í samræmi við al- menna pólitíska stefnu hans heldur einnig heitar tilfinningar hans. Er gaman að sjá hvernig hann, sem ritari samvinnunefnd- ar alþingis um stjórnarskrármálið, hefur haft áhrif á gang mála og þar eru ekki alltaf 25

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.