Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 34

Réttur - 01.01.1993, Síða 34
meðal annars skörulegar ræður um málið í heild og stofnun lýðveldis 17. júní 1944 eftir leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Alþýduflokkurinn á upphafsreit Blöð Alþýðuflokksins eru nú þversum í málinu — lengst í þá áttina gengur Skut- ull á ísafirði sem er undir ritstjórn Hanni- bals Valdimarssonar. Og brátt kom í ljós á þessu sumri að Hannibal fór ekki ein- samall: Sjálfur formaður Alþýðuflokksins og nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd- inni sneri nú við blaðinu og hóf fyrri hluta júlímánaðar baráttu fyrir því að stjórnar- skrármálinu yrði ekki ráðið til lykta fyrr en viðræður samkvæmt 18. grein sam- bandslagasamningsins hefðu farið fram. Þar með var Alþýðuflokkurinn í raun kominn á upphafsreit aftur, en hann hafði tregur fengist til starfa í stjórnarskrár- nefndinni. Þessi afstaða Alþýðuflokksins jafngilti því að slá málinu á frest í alllang- an tíma enda vakti hún hörð viðbrögð annars staðar, ekki síst í Sósíalistaflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum. Meðan menn börðust hér heima gerð- ust þau tíðindi að danska stjórnin sagði af sér og konungurinn var settur undir eftir- lit hins þýska hervalds. Alþingi kom sam- an 1. september, en undirskriftir birtust nú gegn „tafarlausum lögskilnaði". Á fundi í Sameinuðu þingi 1. október flutti forsætisráðherra svo tilkynningu ríkis- stjórnarinnar um afstöðu hennar í lýð- veldismálinu og hélt hún fast við fyrri af- stöðu. Þeirri yfirlýsingu var fagnað í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum en var dræmar tekið í Tímanum og Alþýðublað- ið hreytti ónotum í ríkisstjórnina og „Kommúnistaflokkinn“ af þessu tilefni. 34 Þessi afstaða sem birtist í blöðunum var í samræmi við þá afstöðu sem birst hafði frá flokkunum í stjórnarskrárnefnd- inni á 24rða fundi hennar 7. október. Bókuð voru þessu boð frá Sósíalista- flokknum: „Sósíalistaflokkurinn er reiðubúinn nú sem í vor til þess að samþykkja lýðveldis- stjórnarskrána á alþingi nú þegar.“ Fulltrúi Alþýðuflokksins „kvaðst ekki hafa að svo stöddu neinar yfirlýsingar að flytja frá flokknum um málið“. Þá var ákveðið að leita eftir því við flokkana hvaða afstöðu þeir hefðu til þess hvenær ætti að afgreiða lýðveldisstjórnar- skrána. Það var gert á fundi nefndarinnar 11. nóvember. í fundargerðinni segir og er hér fluttur langur kafli úr henni: „Formaður skýrði frá því að þessi fundur væri haldinn til þess að fá frekari vitneskju flokkanna um það hvenær þeir vildu afgreiða lýðveldisstjórnar- skrána .... Jónas Jónsson skýrði frá því, að á fundi í Framsóknarflokknum í gær, hefði þeim verið falið að flytja þau skilaboð að flokk- urinn vildi að málið yrði ekki tekið fyrir til afgreiðslu fyrr en eftir áramót. Um leið spurðist hann fyrir um það hvort sam- komulag myndi nást um það á milli flokka að afgreiða málið ekki fyrr en eftir 17. maí 1944, þó þannig að endanleg af- greiðsla þess yrði framkvæmd 17. júní 1944. Bjarni Benediktsson lýsti yfir að Sjálf- stæðisflokkurinn vildi ákveðið að málið yrði tekið fyrir á yfirstandandi alþingi, og síðan afgreitt endanlega í byrjun næsta árs. Kvað hann Sjálfstæðisflokkinn ekki geta fallist á að fresta fyrirtöku málsins á alþingi fram yfir 17. maí 1944. Jónas Jónsson bætti því við að Fram- sóknarflokkurinn myndi helst óska að I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.