Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 38

Réttur - 01.01.1993, Page 38
ins og ríkisstjóra í þessu máli sem hafði það markmið að tefja úrslit lýðveldis- málsins. Hefur þessi afstaða ríkisstjórans vafalaust átt sinn þátt í því — með öðru — að þingmenn Sósíalistaflokksins greiddu Sveini ekki atkvæði sem forseta á þinginu þar sem þeir skiluðu auðu ásamt 5 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins kusu Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. Það voru því .20 þingmenn sem ekki studdu fyrsta forseta íslands á Þingvallafundinum. En það er annað mál. Á fimmta fundi skilnaðarnefndarinnar var lögð fram tillaga til umræðu um „birt- ingu skjala varðandi samband íslands og Danmerkur.“ Var málinu þá að sinni vís- að til undirnefndar. Fór svo að skilnaðar- nefndin lauk störfum á 10 fundum; sá síð- asti var haldinn föstudaginn 3. mars. Virðist allt hafa gengið friðsamlega í þeirri nefnd eftir að flokkarnir höfðu lent málinu sín á milli sjálfsagt oft langt utan þingsalanna. Lýðræði í þingnefnd Fleiri fundi þurfti auðvitað í samvinnu- nefnd í stjórnarskrármálinu. Á fyrsta fundi sameiginlegu nefndarinnar var ákveðið að Eysteinn Jónsson stýrði henni og að Einar Olgeirsson yrði ritari hennar. Á þessum fundi var strax kosin undir- nefnd til að athuga ásamt dómsmálaráð- herra forsetakjör og fyrirkomulag þess. í henni voru Gunnar Thoroddsen, Bern- harð Stefánsson og Einar Olgeirsson. Á 3ðja fundi sínum, 3ðja febrúar hóf nefndin eiginleg störf. Þá fóru strax að berast tillögur. Bernharð Stefánsson lagði til að fyrir orðið „lýðveldi" í 1. gr. kæmi orðið „þjóðveldi“. Gunnar Thoroddsen flutti tillögu um breyting á 2. gr. og að 1. málsliður hennar hljóðaði svo: „Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið.“ Þessi tillaga var samþykkt eins og allir vita. Tillögu Bernharðs um þjóðveldið var hins vegar hafnað. Tillaga frumvarpsins um 3. gr. var þessi: „Sameinað alþingi kýs forseta íslands.“ Ríkisstjórnin flutti hins vegar sjálf breytingartillögu við þessa grein sem orð- aðist svo: „Forseti lýðveldisins skal vera þjóð- kjörinn.“ Var þessi tillaga ríkisstjórnarinnar í samræmi við samkomulag sem náðst hafði utan þings, en þetta var einmitt upphafleg tillaga Sósíalistaflokksins. Þá gerði ríkisstjórnin tillögu í sam- vinnunefndinni um að aldurslágmark for- setans yrði hækkað í 45 ár úr 35 árum en sú tillaga hlaut ekki hljómgrunn. Stefán Jóhann gerði tillögu um að sérstakt ald- urslágmark forseta yrði afnumið og fylgdi það almennum reglum um kosningarétt og kjörgengi, en Brynjólfur Bjarnason lagði til að aldurslágmarkið yrði 30 ár. Sveinbjörn Högnason vildi að eldri menn en 70 ár yrðu ekki kosnir forsetar. Var öllum þessum tillögum að lokum hafnað. Þá gerði ríkisstjórnin tillögu um þá breytingu að kjörtímabil forsetans teldist frá 1. júní og að kosningar forseta færu þá fram í september árið áður. Einnig þess- ari tillögu var hafnað. Greidd voru atkvæði um allar þessar tillögur daginn eftir í nefndinni. Gaman er að sjá á þessum fundi og oft síðar að nefndin hefur fyrst og fremst verið lýð- ræðisleg nefnd — en ekki flokkanefnd eins og nú er, sem sjálfsagt hefur helgast 38

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.