Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 38

Réttur - 01.01.1993, Síða 38
ins og ríkisstjóra í þessu máli sem hafði það markmið að tefja úrslit lýðveldis- málsins. Hefur þessi afstaða ríkisstjórans vafalaust átt sinn þátt í því — með öðru — að þingmenn Sósíalistaflokksins greiddu Sveini ekki atkvæði sem forseta á þinginu þar sem þeir skiluðu auðu ásamt 5 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins kusu Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. Það voru því .20 þingmenn sem ekki studdu fyrsta forseta íslands á Þingvallafundinum. En það er annað mál. Á fimmta fundi skilnaðarnefndarinnar var lögð fram tillaga til umræðu um „birt- ingu skjala varðandi samband íslands og Danmerkur.“ Var málinu þá að sinni vís- að til undirnefndar. Fór svo að skilnaðar- nefndin lauk störfum á 10 fundum; sá síð- asti var haldinn föstudaginn 3. mars. Virðist allt hafa gengið friðsamlega í þeirri nefnd eftir að flokkarnir höfðu lent málinu sín á milli sjálfsagt oft langt utan þingsalanna. Lýðræði í þingnefnd Fleiri fundi þurfti auðvitað í samvinnu- nefnd í stjórnarskrármálinu. Á fyrsta fundi sameiginlegu nefndarinnar var ákveðið að Eysteinn Jónsson stýrði henni og að Einar Olgeirsson yrði ritari hennar. Á þessum fundi var strax kosin undir- nefnd til að athuga ásamt dómsmálaráð- herra forsetakjör og fyrirkomulag þess. í henni voru Gunnar Thoroddsen, Bern- harð Stefánsson og Einar Olgeirsson. Á 3ðja fundi sínum, 3ðja febrúar hóf nefndin eiginleg störf. Þá fóru strax að berast tillögur. Bernharð Stefánsson lagði til að fyrir orðið „lýðveldi" í 1. gr. kæmi orðið „þjóðveldi“. Gunnar Thoroddsen flutti tillögu um breyting á 2. gr. og að 1. málsliður hennar hljóðaði svo: „Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið.“ Þessi tillaga var samþykkt eins og allir vita. Tillögu Bernharðs um þjóðveldið var hins vegar hafnað. Tillaga frumvarpsins um 3. gr. var þessi: „Sameinað alþingi kýs forseta íslands.“ Ríkisstjórnin flutti hins vegar sjálf breytingartillögu við þessa grein sem orð- aðist svo: „Forseti lýðveldisins skal vera þjóð- kjörinn.“ Var þessi tillaga ríkisstjórnarinnar í samræmi við samkomulag sem náðst hafði utan þings, en þetta var einmitt upphafleg tillaga Sósíalistaflokksins. Þá gerði ríkisstjórnin tillögu í sam- vinnunefndinni um að aldurslágmark for- setans yrði hækkað í 45 ár úr 35 árum en sú tillaga hlaut ekki hljómgrunn. Stefán Jóhann gerði tillögu um að sérstakt ald- urslágmark forseta yrði afnumið og fylgdi það almennum reglum um kosningarétt og kjörgengi, en Brynjólfur Bjarnason lagði til að aldurslágmarkið yrði 30 ár. Sveinbjörn Högnason vildi að eldri menn en 70 ár yrðu ekki kosnir forsetar. Var öllum þessum tillögum að lokum hafnað. Þá gerði ríkisstjórnin tillögu um þá breytingu að kjörtímabil forsetans teldist frá 1. júní og að kosningar forseta færu þá fram í september árið áður. Einnig þess- ari tillögu var hafnað. Greidd voru atkvæði um allar þessar tillögur daginn eftir í nefndinni. Gaman er að sjá á þessum fundi og oft síðar að nefndin hefur fyrst og fremst verið lýð- ræðisleg nefnd — en ekki flokkanefnd eins og nú er, sem sjálfsagt hefur helgast 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.