Réttur


Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 43

Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 43
'öngum var kallað jafnvægi stéttanna. ^etta jafnvægi skildu forráðamenn flokk- anna og lýðræðið — þingræðið — sem hér er verið að lýsa nær að þrífast vegna þessa jafnvægis stéttanna sem þá og síðan var staðreynd í íslenskum stjórnmálum allt til ársins 1991. Og svo eru það mennirnir. En fyrst kannski flokkarnir. Greinilegt er að Al- Þýðuflokkurinn er tregastur allan tímann og hann gerir meira að segja kröfu til Þess að 17. júní sé felldur út úr bráða- birgðaákvæði stjómarskrárinnar sem gildis- tökudagur! Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur fallast á það en lýsa því jafn- *ramt yfir að þeir séu staðráðnir í að hafa Þessa skoðun Alþýðuflokksins að engu. Framsóknarflokkurinn virðist kannski tregur framan af. Það helgaðist af því að hann var andvígur kjördæmabreyting- Ur>ni og var í raun eini stjórnarandstöðu- iiokkurinn þann tíma sem minnihluta- stjórn Ólafs Thors sat í skjóli Sósíalista- ^iokksins og Alþýðuflokksins. En Fram- soknarflokkurinn kom með í vinnuna af *nllum myndugleik að lokum og var Ey- steinn Jónsson formaður samvinnunefnd- arinnar um stjórnarskrármálið og hefur Vafalaust sem slíkur haft bein áhrif á margar þeirra tillagna sem komu frá ríkis- stjórninni inn í starf nefndarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn gengur mjög hart Iram í málinu; það kemur til dæmis fram 1 því er þeir geysast fram á rit- og ræðu- völlinn Bjarni Benediktsson og Ólafur ^hors sumarið 1943. Þótti öðrum flokk- Uni einkum Alþýðuflokknum og Fram- soknarflokknum nóg um fyrirganginn. Sósíalistaflokkurinn hafði 3 þingmenn í uPphafi þessa máls sem hér er rakið. Hann vann tvennar kosningar á árinu ly42, fór fyrst í 6 svo í 10 þingntenn. ^ann var ekki með í fyrstu nefndunum, en gengur að lokum fram sem gildur aðili og á beina aðild að forystu málsins á al- þingi: Með því að Einar er ritari sam- vinnunefndarinnar og stjórnarskrár- nefndarinnar í neðri deild, og með því að Brynjólfur er formaður stjórnarskrár- nefndarinnar í efri deild. Sósíalistaflokk- urinn á því einn flokka aðild að nefnda- forystunni í báðunt þingdeildunum. Og það er óneitanlega ofboðlítið spaugilegt að Bjarni Benediktsson er ritari hjá Brynjólfi í nefndinni í efri deild og verður ekki séð annað en að vel hafi farið á með þeim félögum. Fullvíst má telja að þetta samstarf þeirra Einars og Brynjólfs við Ólaf og Bjarna í lýðveldismálinu hafi lagt grunninn að nýsköpunarstjórninni sem svo var mynduð síðar á árinu 1944. Af fundargerðunum verður það hins vegar lesið að það eru þrír einstaklingar auk ríkisstjórnarinnar sem hafa haft mest áhrif á málið og einstök atriði þess en það eru þeir Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson og Einar Olgeirsson. Stefán Jó- hann Stefánsson var í nefndunum fyrir Alþýðuflokkinn. Það var ekki öfundsvert hlutskipti frá sögulegu sjónarmiði séð, en hann virðist þrátt fyrir andstöðu Alþýðu- flokksins, hafa verið allvirkur í nefndar- starfinu og á aðild að mörgum þeirra til- lagna sent samþykktar voru að lokum. Semsagt lýðræði. Og það er svo bara til marks um gráglettni sögunnar að síðan eyddu sumir þeirra manna sem unnu mest með Einari Olgeirssyni við að stofna lýð- veldi á íslandi allri ævi sinni og nteira til í það að sýna fram á að hann hefði alla sína ævi gengið erinda óþjóðlegra annarlegra útlendra afla. En það kom ekki fram í störfum stjórnarskrárnefndanna. Og til- lögur hans voru ekki síður mikils metnar en annarra að ekki sé fastara að orði kveðið. Svona er sagan líka skemmtileg. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.