Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 62

Réttur - 01.01.1993, Page 62
6. Að ítarlegar tilraunir verði gerðar til þess að koma á náinni samvinnu milli verklýðsambandsins og A.S.Í. 7. Að skattur til sambandsins verði hœkkaður svo það fái nægilegt fé til umráða til starfseminnar. “ Ingólfur Jónsson tiltók önnur dæmi en bróðir hans til að sýna fram á að lítil póli- tísk skaðsemi fylgdi stofnun óháðs verka- lýðssambands. í Danmörku og Noregi væri faglega baráttan „skilin frá hinni pólitísku flokksbaráttu og hefði það reynst prýðilega“. Skoðun Ingólfs á hve hagstætt það væri að stofna óháð fag- samband naut takmarkaðs fylgis á Vest- fjörðum. Verkalýðsfélagið á Patreksfirði og að nokkru leyti Finnur Jónsson tóku undir sjónarmið hans.5 Engu að síður markaði 10. þing ASÍ tímamót í starfsskipulagi sambandsins. Ný verkaskipting komst á innan Alþýðu- sambandsins með stofnun verkamálaráðs og stjórnmálaráðs. Verkamálaskrifstofa Alþýðusambandsins tók til starfa. Hlut- verk hennar var að taka við skýrslum og upplýsingum frá sambandsfélögum og vinna úr þeim. Kommúnistar lágu ekki á liði sínu við að losa Alþýðusambandið við Alþýðu- flokkinn. Hinn 6. maí 1932 sendi stjórn Verklýðssambands Norðurlands stjórn Alþýðusambands íslands bréf þar sem samskiptaleysið og samkeppnisástandið kemur skýrlega fram:6 „Par sem vitanlegt er, að stjórn Alþýðu- sambandsins hefir í hyggju, að stofna hér á Norðurlandi „Fjórðungssamband Al- þýðusambandsins“ og hefur enda gert til- raun í þá átt, leyfir stjórn V.S.N. sér, að láta þá skoðun í Ijósi, að frá hagsmuna- legu sjónarmiði verkalýðsins nái ekki nokkurri átt, að hér starfi tvö fjórðungs- sambönd og henni er jafnframt fyllilega Ijóst, hversu mjög það hlýtur að lama fag- lega baráttu verkalýðsins, ef V.S.N. og Alþýðusambandið eru, á verulegan hátt, í andstöðu hvort við annað. Með tilliti til þess, vill því stjórn V.S.N. leita samvinnu við stjórn Alþýðusam- bandsins og býðst hérmeð til að vinna að því, að V.S.N. verði gert að fjórðungs- sambandi Alþýðusambandsins hér á Norðurlandi, gegn eftirtöldum skilyrðum: 1. að fult pólitískt lýðrœði ríki í verka- lýðsfélögum innan sambandsins og í sambandinu. 2. að í sambandinu séu eingöngu fag- félög. 3. að stjórn sambandsins verði kosin á þingum þess, að minsta kosti að 415 hlutum. Stjórn V.S.N. vill vekja athygli á því, að með þessari skipulagningu, myndu þau verkalýðsfélög, sem eru í V. S. N. en ekki í Alþýðusambandinu, ganga í hið síðar- nefnda og gera það sterkara. “ Svarið, sem Norðlendingum barst, var að stjórn ASÍ hefði „í einu hljóði sam- þykt ályktun þess efnis, að Sambands- stjórn gæti ekki mælt með þeim skipu- lagsbreytingum Alþýðuflokksins, sem í brjefinu eru nefndar“.7 Á 5. þingi Verk- Iýðssambands Norðurlands, sem haldið var dagana 2. - 4. apríl 1933, voru ný lög samþykkt. Þau voru í anda aðskilnaðar stjórnmálaflokks og fagfélga. Einar Ol- geirsson var framsögumaður lagafrum- varpsins. Með þessum lögum töldu komm- únistar sig hafa sýnt fordæmi um æskilegt skipulagsform hagsmunasamtaka verka- lýðshreyfingarinnar. Stríðsyfirlýsingin, sem fólst í ákvörðuninni um að stofna nýtt fjórðungssamband, var ekki dregin til baka. Kommúnistar áttu því í vök að verjast. 62

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.